Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430927520.69

    Líffræði 1
    LÍFF2HV05
    50
    líffræði
    Heilsa og vellíðan
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist áhrifaþáttum heilsu og vellíðunar. Farið verður í vægi mismunandi lífsstíls í að móta starfsemi líkamans. Gerð er grein fyrir faraldursfræði sjúkdóma. Breytileika í tíðni eftir heimshlutum, kynþætti, kyni og félagslegri stöðu. Áhrif kyrrsetu, ofnæringar, fíknar, svefnleysis og streitu á ýmsa áhættuþætti. Kynntar eru hugmyndir um hvernig sjálfstjórn, líkamsvitund og lífsorka geta verið meginþættir í áherslum heilsueflingar. Farið verður í hlutverk tauga og hormónastjórnunar í þróun sjúkdóma og heilsueflingar. Farið verður í uppbyggingu heilans og helstu taugaboðefni. Fjallað verður um hvernig þekking á heilanum og gangverki líkamans varpar ljósi á eðli hegðunar, tengslin við siðferði, ábyrgð og vellíðan.
    NÁTT2LÍ05 (NÁT2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • faraldursfræði sjúkdóma.
    • lífeðlisfræði streitu og slökunar.
    • samspili sálar og líkama.
    • heilanum og heilaboðefnum.
    • líkamsklukkum.
    • meginþáttum heilsueflingar og vellíðunar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta vægi lífsstíls í þróun heilsufars og vellíðunar við lestur heimilda.
    • svara þáttum í þekkingarviðmiðum á skriflegum prófum.
    • rökstyðja með vísun í kenningar lífeðlisfræðinnar hvernig ójafnvægi tengist sjúkdómum.
    • hafa sjálfstæði og frumkvæði að hugmyndum um tengsl heilsuhegðunar, sjúkdóma og vellíðunar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina helstu áhrifsþætti á þróun sjúkdóma og eflingu vellíðunar sem metið er með prófum og verkefnavinnu.
    • útskýra hvernig innra jafnvægi byggir á tauga- og hormónastjórn sem metið er með verklegum æfingum og mælingum.
    • lesa heimildir um áhrifaþætti sjúkdóma og vellíðunar sem nýttar eru í sjálfstæðri vinnu nemenda.
    • vera virkur, sjálfstæður og skapandi í hugmyndavinnu tengdri lífsstíl og heilsueflingu sem metið er með þátttöku í tímum og opinni umræðu.
    • meta vísindalegan áreiðanleika rannsókna á tengslum lífsstíls við heilsu og vellíðan sem metið er með úttekt á fullyrðingum í fjölmiðlum.
    Námsmatið byggir mikið á verkefnavinnu en einnig prófum. Nemendur æfa sig í að fylla út ýmsa kvarða til að meta heilsuhegðun, t.d. mataræði og hreyfingu. Mikill tími fer í umræður þar sem áreiðanleiki upplýsinga um heilbrigðan lífsstíl er ræddur. Sum verkefni kynna nemendur fyrir samnemendum sínum.