Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430998321.52

    Rekstrarhagfræði 1
    REKH2GR05
    3
    Rekstrarhagfræði
    Grunnatriði hagfræðinnar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Einnig um grunnatriði hagfræðinnar og skilgreiningar á mismunandi efnahagsheildum. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir fyrirtæki sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki. Til þess að nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja er farið yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Lögð er áhersla á að nemendur nýti þá þekkingu sem þeir hafa af eigin reynslu í atvinnulífinu, taki dæmi þaðan og beri námsefnið saman við eigin reynslu. Fyrir utan hefðbundin kennslugögn munu nemendur nýta sér internetið til upplýsingaöflunar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum hagfræðinnar.
    • starfsgrundvelli fyrirtækja og flokkun atvinnugreina.
    • rekstrarformum fyrirtækja.
    • stefnumótun og markmiðssetningu, skipuritum og stjórnunarstílum.
    • kostnaðargreiningu, framboði og eftirspurn.
    • grunnþáttum í markaðsfræði og bókhaldi.
    • umhverfi, flokkun og starfsgrundvelli fyrirtækja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina starfsgrundvöll fyrirtækis.
    • búa til skipurit fyrir fyrirtæki.
    • skilgreina umhverfi fyrirtækis.
    • finna út tekjur og kostnað fyrirtækis.
    • vinna við rekstur fyrirtækja.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stofna fyrirtæki, stjórna rekstri þess og vinna að stefnumótun og áætlanagerð sem er metið með verklegum æfingum og skriflegu prófi.
    • finna beinan og óbeinan kostnað, reikna eigið verð afurðar (sjálfskostnaður), finna breytilegan og fastan kostnað, reikna framlegð, reikna afkomu, gera frávikagreiningu, reikna út rekstrarjafnvægi, setja raunhæf markmið og annast tekju- og kostnaðargreiningu sem er metið með skriflegum skyndiprófum, verkefnum og lokaprófi.
    Ástundun og tímaverkefni nemenda, skrifleg eða munnleg próf.