Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431004896.21

    Afbrigðasálfræði
    SÁLF3AS05(FB)
    36
    sálfræði
    afbrigðasálfræði, streita
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Áfanginn fjallar um geðheilsu og geðræn vandamál. Nemendur kynnist helstu hugmyndum sálfræðinnar um streitu, streitustjórn, geðheilbrigði, afbrigðileika og meðferð. Þeir fái aukinn skilning á sálrænum vandamálum, bæði sínum eigin og annarra. Þeir fái innsýn í ástand og aðstæður geð- og hugsjúkra. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Þeir kynnist afbrigðasálfræði, hugtökum hennar, flokkunar- kerfi og meðferðarformum. Nemendur æfist í heimildavinnu og lestri á rannsóknum. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist skilning á geðheilsu, geðrækt og eðli geðraskana svo þeir geti skilið hvernig þeir geta tekið ábyrgð á eigin geðheilbrigði.
    SALF2IS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Geðheilsu og geðröskunum
    • Helstu hugtökum og kenningum geðsálfræðinnar
    • Orsökum, einkennum, áhættuþáttum og tíðni geðraskana
    • Meðferðarúrræðum og meðferðarhorfum vegna frávika
    • Einkennum streitu, áhrifum hennar á heilsu og leiðum til að vinna gegn henni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • Miðla upplýsingum um geðheilsu og geðsjúdóma skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    • Greina hvenær er um frávikshegðun að ræða og hvers eðlis hún er út frá tilteknum viðmiðum
    • Greina hvaða meðferðarform henti mismunandi geðröskunum og setja upp ímyndaðar meðferðir
    • Greina hvað telst vísindalega aðferð við greiningu geðsjúkdóma og mat að meðferð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
    • Taka afstöðu til og rökræða ýmis álitamál er tengjast efni áfangas
    • Tjá sig á upplýstan hátt í ræðu og riti um geðheilbrigði og frávik
    • Tileinka sér fordómaleysi gagnvart geðfötluðum
    • Geta gert minni háttar rannsókn á geðheilbrigði og frávikum frá geðheilbrigði
    Þekking er metin með rafrænum heimaprófum, tímaprófum, skriflegum verkefnaheftum, einstaklings- og hópa verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta og skilning á niðurstöðum rannsókna. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hæfni til setja fram rannsóknartilgátu.