Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431081367.03

    Spænska: málnotkun og menning
    SPÆN2SM05(FB)
    17
    spænska
    Spænska: málnotkun og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Þessi áfangi miðast við A2 og B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Í áfanganum er lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins og viðfangsefni fyrri áfanga eru rifjuð upp. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og meiri áhersla lögð á menningu og sögu Spánar og Rómönsku Ameríku. Meginmarkmiðið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í spænsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í tungumálanáminu. Lokið er við yfirferð helstu atriða í spænskri málfræði. Nemendur þjálfast í lesskilningi og lesa léttlestrarbók og rauntexta á spænsku bæði sögur og greinar. Einnig þjálfast þau í að skrifa lengri texta en áður. Námsefnið er fjölbreytt, bækur, tónlist, myndbönd, leikir og ýmislegt efni af internetinu til að komast nær spænskumælandi menningarheimi og efla menningarlæsi nemenda.
    SPÆN 1 CC 05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum spænsks málkerfis svo sem framburði, tónfalli og flóknari málfræðiatriðum
    • menningu spænskumælandi landa: ólíkri menningu, mannlífi, sögu, samskiptavenjum, hátíðum og siðum
    • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja ýmsa texta sem tengjast eigin áhugasviði eða texta um almennt og sérhæfðara efni sem fjallað er um í áfanganum og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum hverju sinni
    • fylgjast með og taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur kynnt sér
    • fylgjast með frásögnum eða samtölum um almenn efni eða sérhæfðari málefni sem hann þekkir þar sem talað er skýrt og áheyrilega
    • fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum
    • skilja stuttar greinar og texta og geta fjallað um þær munnlega og skriflega
    • halda kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    • skrifa samfellda texta um ýmis efni sem hann þekkir, t.d. útdrætti og óformleg sendibréf og fylgja grundvallarreglum sem gilda um ritað mál og nota viðeigandi málfar
    • tjá sig í mæltu og rituðu máli, sýna fram á skilning á formgerð og byggingu texta og sé meðvitaðri en áður um muninn á þessum málsniðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja frásagnir og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu
    • tjá sig um þjóðfélagsleg og menningarleg málefni
    • nýta nýjan orðaforða bæði munnlega og skriflega
    • auka meðvitund um eigin færni í tungumálinu og eigin leiðir til að tileinka sér málið
    • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
    • skrifa um ýmis málefni og atburði, ímyndaða eða raunverulega
    • skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, s.s. kvikmynd, blaðagrein eða sögu
    • miðla eigin skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
    • takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi
    • Þekking er metin með prófum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum. • Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum, könnunum og kynningum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM (tali, hlustun, lestri og ritun). • Hæfnin er metin með prófum, verkefnavinnu og með kynningum samkvæmt markmiðum ETM.