Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431084829.9

    Innsýn í list-, tækni–og heilbrigðisgreinar
    KYNN1VN08(FB)
    4
    kynning
    Innsýn í list-, tækni–og heilbrigðisgreinar
    Samþykkt af skóla
    1
    8
    FB
    Í þessum áfanga kynnast nemendur nokkrum list-, tækni- og heilbrigðisgreinum sem kenndar eru við skólann. Námið er byggt upp í þremur námslotum, verktæknileið, listaleið og heilsuleið. Á verktæknileið kynnast nemendur grunnatriðum rafvirkjunar og húsasmíði. Á listaleið verða grunnatriði myndlistar og fatahönnunar kynnt. Nemendur kynnast einnig helstu forritum sem nýtt eru í myndlist og textílgreinum. Einnig kynnast nemendur Fab-Lab og E-Lab. Á heilsuleið verða nemendum kennd grunnatriði í heilbrigðisgreinum og íþróttum. Lögð er áhersla á að nemendur beri ábyrgð á eigin heilsu og átti sig á mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar. Þá kynnast nemendur nærumhverfi skólans bæði í tengslum við listsköpun og hreyfingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfstæðum vinnubrögðum
    • mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi
    • mikilvægi og áhrifum jákvæðrar sjálfsmyndar
    • undirstöðuatriðum í list-, tækni- og heilbrigðisgreinum
    • fjölbreyttum námsleiðum í framhaldsskóla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að vinna með grunnhugtök og aðferðir í list-, tækni- og heilbrigðisgreinum
    • notkun helstu tækja sem tengjast verklegum greinum innan skólans
    • að þekkja styrkleika sína og veikleika og nýta þá í leik og starfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja sér námsleið innan skólans
    • nýta sér hæfileika sína og áhugasvið hagnýtan hátt
    • nota þekkingu sína á hagnýtan hátt
    • Þekking er metin með stuttum prófum og verkefnum sem unnin eru í kennslustundum. • Leikni er metin út frá vinnubrögðum, skilningi á hugtökum og frágangi. • Hæfnin er metin með fjölbreyttri verkefnavinnu.