Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431429573.01

    Yndislestur
    ÍSLE3YL05
    105
    íslenska
    Yndislestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á bókmenntum. Megináhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Þeir lesa nokkur verk sjálfstætt á tilteknum tíma og gera kennara grein fyrir þeim með skýrslum og einkaviðtölum.
    ÍSLE2MO05 (ÍSL2B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nokkrum greiningarhugtökum í bókmenntum.
    • völdum verkum íslenskra og erlendra höfunda.
    • ólíkum tegundum skáldverka íslenskra og erlendra höfunda.
    • megineinkennum bókmennta.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa hratt.
    • lesa bókmenntaverk.
    • greina bókmenntir.
    • tjá sig munnlega og skriflega.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einkenni og efnisþætti verka sem metið er með skýrslu og viðtali.
    • miðla skilningi á bókmenntaverki sem metið er með skýrslu og viðtali.
    • taka sjálfstæða afstöðu til verka sem metið er með skýrslu og viðtali.
    • tjá sig á skýran og skilmerkilegan hátt í ræðu og riti sem metið er með skýrslu og viðtali.
    Nemendur hitta kennara nokkrum sinnum á önninni í einkaviðtölum um bækurnar. Þeir fjalla einnig um þær í stuttri skýrslu.