Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431438048.76

    Íþróttafræði-grunnur
    ÍÞRF2ÞB05
    13
    íþróttafræði
    skipulag þjálfunar, stefnumótun, þjálfun barna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um íþróttaiðkun barna, þroskaferil, hreyfiþroska og í framhaldinu um hlutverk þjálfara. Nemendur læra grunnatriði þjálffræði, um þol, kraft, liðleika og tækni. Farið er í undirstöðu kennslufræði og skipulags. Nemendur læra einnig um næringu íþróttafólks, heilbrigt líf og íþróttameiðsli. Þá er fjallað um hlutverk þjálfarans og hann sem fyrirmynd. Þá er fjallað um hið frjálsa íþróttastarf í landinu, félög og samtök íþróttafélaga. Nemendur fá þjálfun í að halda fundi og taka ákvarðanir. Nemendur taka þennan áfanga jafnhliða IÞRG2BL02.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli íþrótta hjá börnum
    • þroskaferli barna
    • mikilvægi fjöldaþátttöku og jafnréttis allra til að njóta þjálfunar
    • helstu þáttum þjálffræði
    • næringu íþróttafólks og mikilvægi hennar
    • íþróttameiðslum og forvörnum
    • skipulagi íþróttaþjálfunar
    • íþróttahreyfingunni
    • mikilvægi samskipta við foreldra og aðra sem tengjast íþróttum barna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa og framkvæma íþróttatíma fyrir börn að 12 ára aldri
    • meta hvers konar æfingar henta yngstu iðkendum í íþróttum
    • halda fundi og flytja mál sitt úr ræðustól
    • bregðast við íþróttameiðslum
    • undirbúa íþróttatíma þannig að sem minnst hætta verði á slysum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa þjálfun og gera tímaseðil fyrir íþróttir sem þeir þekkja
    • beita fjölbreyttum þjálfunaraðferðum
    • skipuleggja þjálfun þannig að allir fái jafna athygli og kennslu við hæfi
    • haga starfi sínu sem þjálfari svo að enginn verði fyrir einelti
    • búa til góðan liðsanda í hópnum sem þeir þjálfa
    • fylgjast með að hópurinn standi saman bæði utan og innan íþróttaæfingar
    Í áfanganum er skriflegt lokapróf. Nemendur skila ýmsum verkefnum varðandi heimsóknir, æfingakennslu og tímaseðlagerð. Margs konar hópverkefni í tímum, t.d. fundarhöld og ræðumennska.