Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431529843.52

    Félags- og auglýsingasálfræði
    SÁLF3FH05
    45
    sálfræði
    Félagsleg hefðun og samskipti fólks
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um félagslega hegðun, samskipti fólks og hvernig það hugsar og hegðar sér innan um aðra. Farið verður í það hvernig við skynjum aðra, hvernig við höfum áhrif á annað fólk og hvernig við tengjumst öðrum. Skoðað verður hvernig hópar hafa áhrif á einstaklinga, hvernig einstaklingar hafa áhrif á hópa og hvernig hópar hafa áhrif á aðra hópa. Ýmis viðfangsefni verða tekin fyrir; skemu, staðalmyndir, sjálfsmynd, viðhorf, fordómar, fortölur, ákvarðanataka, undanlátssemi, hlýðni, hópþrýstingur og hóphegðun. Auglýsingasálfræði er kynnt til sögunnar í þessum áfanga. Þar verður komið inn á ýmsar kenningar og lögmál í sálfræðinni sem hafa haft áhrif á auglýsingar. Ýmsar brellur í auglýsingum verða skoðaðar.
    (SÁL1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • félagslegri hegðun.
    • þeim þáttum sem hafa áhrif á mat okkar á öðru fólki.
    • hegðun hópa og hegðun fólks innan hópa.
    • helstu hugtökum og kenningum félagssálfræðinnar.
    • því hvernig viðhorf geta haft áhrif á hegðun og svo öfugt.
    • framlagi félagssálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þá þætti sem móta félagslega hegðun.
    • greina þá þætti sem hafa áhrif á skoðun okkar á öðrum einstaklingum.
    • greina eigin fordóma og annarra.
    • miðla fræðilegu efni í félagssálfræði skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti.
    • afla sér heimilda og upplýsinga á sviði félagssálfræði, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
    • nýta fræðilegan texta um félagssálfræðileg viðfangsefni á íslensku og erlendum tungumálum.
    • greina auglýsingar eftir kenningum og lögmálum í sálfræðinni.
    • líta gagnrýnum augum á auglýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr rannsóknargögnum í félagssálfræði og leggja á þau mat sem metið er með rannsóknum og hópverkefnum.
    • afla upplýsinga í félagssálfræði til að nota við úrlausn verkefna sem metið er með ritgerðum og skýrslum.
    • meta á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt eigið vinnuframlag og annarra í verkefnavinnu sem er metið með sjálfsmati og jafningjamati.
    • taka þátt í rökræðum um málefni félagssálfræðinnar sem metið er með umræðum.
    • takast á við eigin fordóma og annarra sem metið er með umræðum og hópverkefnum.
    • búa til einfaldar auglýsingar út frá sálfræðilegum hugmyndum sem metið er með hópverkefnum og fyrirlestrum.
    • framkvæma flókna megindlega rannsókn og gert grein fyrir helstu niðurstöðum sem metið er með skýrslu og kynningu.
    Leitarnám, rannsóknir, samvinnunám, umræður, fyrirlestrar kennara og nemenda. Verkefnavinna, sjálfsmat, símat og jafningjamat. Ástundun, frumkvæði og þátttaka.