Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431699216.39

    Skúlptúr og þrívíð formfræði/rýmishönnun
    MYNL3ÞM05(FB)
    15
    myndlist
    Þrívíð myndbygging
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum er unnið að því að dýpka skynjun og skilning á þrívíðri formfræði. Nemendur læra að leita forma í umhverfi sínu og ljá þeim nýtt samhengi. Lögð er áhersla á skapandi vinnubrögð, hugmyndaauðgi og listrænan metnað sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Áfanginn er byggður upp á fjölbreyttum verkefnum sem endurspegla margbreytileika þrívíðrar formfræði. Verkefnin innihalda verkþætti, svo sem skráningu hugmynda í skissubók frá hugmynd að útfærslu, ýmsar tilraunir gerðar með eiginleika efna, mótun og mótagerð, líkanagerð og áhrif ljóss/hljóðs í rými. Nemendur tileinki sér hugtök og orðræðu sem tengjast myndlist og hönnun, svo sem ferli og stöðnun, innra og ytra rými, jafnvægi og ójafnvægi, óreiða og kyrrð. Verk eru unnin úti í náttúrunni (landart), einnig unnið með innsetningu, hönnun og rými. Skúlptúr og lokaverkefni er sýnt í opinberu galleríi. Nemendum ber að taka myndir af verkum sínum og útbúa stafræna ferilmöppu. Kynntar er hinar ýmsu hliðar á þrívíðum verkum allt frá klassískum skúlptúrum til byggingar-og nútímalistar. Að sækja listasýningar er mikilvægur hluti af náminu.
    Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05, MYNL2MT05, LJÓS1SL05, MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, LJÓS2FI05, MYNL3BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta tekið þátt í samræðu um verkefni sín og samnemenda
    • faglegri kunnáttu og geti miðlað þekkingu sinni á fjölbreytilegan hátt, munnlega, skriflega, verklega og/eða með nýmiðlum
    • skúlptúrum og rýmisverkum úr listasögunni
    • samfélagslegu menningargildi myndlistar
    • áhöldum síns fags og meðferð þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verkferlið með sjálfstæðum hætti í skissubók
    • skilja og þekkja eðli algengra efna
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í vinnuferli
    • velja aðferðir til að útfæra hugmyndir sínar hvað varðar tækni og verklag og þær skapandi aðferðir sem endurspegla hugmyndavinnu og inntak verka þeirra
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
    • taka þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og verkkunnáttu sem hann hefur tileinkað sér í áfanganum
    • hafa öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýni áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • geta unnið verk af innsæi,tilfinningu og með greinandi vinnuferli
    • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamanna og hönnuða
    • vera fær um að greina og meta eigin verk og annarra af þekkingu og víðsýni
    • fjalla um hönnun og sköpun/túlkun út frá menningarlegu og listasögulegu samhengi
    Námsmat fer fram með leiðsagnarmati. Heildareinkunn verkefna gildir til lokaeinkunnar. Verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla er lögð á uppbyggilegar umsagnir verkefna sem gagnast nemendum til áframhaldandi þróunar á verkum sínum. Við einkunnagjöf er unnið út frá eftirfarandi þáttum: • Þekking er metin út frá umræðu og kynningu á verkefnum nemenda, jafnt skriflegum sem verklegum. • Leikni, svo sem tækni, verklag, hugmyndaferli, skapandi nálgun og að tjá sig um sín eigin verk, er metin við mótun og úrvinnslu verkefna sem og við verkefnaskil. • Hæfnin er metin út frá verkefnavinnu nemenda. Hvernig nemandi nær að þróa og forma hugmynda- og vinnuferli og fylgja hugmynd sinni eftir, beita viðeigandi aðferðum eða tækni og velja efnivið sem við á. Þar er lögð áhersla á skapandi vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Einnig er lögð áhersla á hæfni nemandans til samræðu um sín verk og annarra.