Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431715418.63

    Lokaverkefni
    MYNL3LO05(FB)
    12
    myndlist
    lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Hver nemandi gerir lokaverkefni eftir áhugasviði sínu. Mælst er til þess að valið á verkinu sé tengt væntanlegu framhaldsnámi þeirra. Viðfangsefnið getur verið hvað sem er tengt myndlist, hönnun eða grafískri hönnun. Í upphafi áfangans skal hver nemandi gera lýsingu á verki sínu ásamt áætlun um framkvæmd undir handleiðslu kennara. Ferlið frá fyrstu hugmynd að lokaniðurstöðu í formi verks á sýningu er heildrænt og farið er ítarlega í útfærslu hugmyndar, tilraunir og rannsóknarvinnu.
    Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05, MYNL2MT05, LJÓS1SL05, MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, LJÓS2FI05, MYNL3BM05, MYNL3TB05/MYNL3TB05, MYNL3GH05/MYNL3ÞM06 og MYNL3GH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ferlinu frá fyrstu hugmynd að fullmótuðu verki
    • því að útfæra hugmynd í skissuformi og gera skriflega verkáætlun
    • sýningarhaldi; forvinnu við uppsetningu verka, sýningaropnun, yfirsetu og lokafrágangi
    • gera verkáætlun og fylgja henni eftir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða hugmyndir sínar og spegla þær við listasöguna sem og starfandi viðurkennda listamenn
    • vinna sjálfstætt að hugmyndum sínum
    • vinna í það efni sem hentar hugmynd hans best
    • útfæra og þroska hugmyndir sínar
    • færa rök fyrir vali á viðfangsefni sínu
    • tileinka sér öguð vinnubrögð
    • standa með verki sínu á sýningu og útskýra hugmyndina að baki verkinu fyrir gestum
    • útskýra verk sitt og ferlið bæði munnlega og skriflega
    • setja upp sýningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fá hugmynd, útfæra hana og framkvæma hana á þann hátt sem hentar hugmyndinni best
    • koma hugmyndum og verkum sínum frá sér bæði skriflega og munnlega
    • geta sett upp sýningu á verkum sínum
    • standa með verki sínu í ræðu og riti
    Gefið er fyrir lokaverk, skriflega greinargerð og uppsetningu við sýningu. Þar vega mest vinnubrögð, frumkvæði, frumleiki, sjálfstæði, hugmyndaauðgi og ástundun. Fjöldi einstakra verka sem skila þarf er breytilegur eftir miðlum. En tíminn sem hefur farið í verkið þarf að vera nægur og gera þarf allri forvinnu góð skil í skriflegri greinargerð.