Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431958673.2

    Sjónlistir frá 17. öld fram yfir miðja 20. öld
    MYNS2SJ05(FB)
    1
    MYNDLISTARSAGA
    Sjónlistir frá 17. öld fram yfir miðja 20. öld
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Saga myndlistar frá 17. öld fram á miðja 20. öld. Barokkstíll, rókókóstíll, ný-klassisismi, rómantíska stefnan, raunsæisstefnan, impressjónismi, art-nouveu, expressjónismi, abstraktlist, kúbismi, dada, súrrealismi. Byggingarlist frá 17. öld fram á 20. öld. Íslensk myndlist frá 17. öld fram á miðja 20. öld. Hugtök og heiti í listasögu síðari alda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíltímabilum síðari alda
    • þróun listar í samhengi við helstu viðburði mannkynsögunnar
    • hugtökum og heitum í listum hvers tímabils
    • helstu listamönnum hvers tíma og mikilvægi þeirra með tilliti til þróunar myndlistar
    • þróun byggingarlistar í samhengi við list og tækni á hverjum tíma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina listaverk og byggingar með tilliti til helstu stílgerða
    • tímasetja byggingar og listaverk
    • þekkja verk helstu listamanna hvers tímabils
    • greina inntak og merkingu listaverka síðari alda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um helstu strauma og stefnur í sögu myndlistar og byggingarlistar bæði munnlega og skriflega
    • greina listaverk og byggingar fyrri alda út frá straumum og stefnum listasögunnar
    • beita þeim hugtökum sem hann hefur lært í áfanganum í munnlegri og skriflegri umfjöllun um listir síðari alda
    Fjölbreytt námsmat þar sem nemandi beitir ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.