Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432121075.07

    Félags- og persónuleikasálfræði
    SÁLF3FE05
    37
    sálfræði
    Félagslegt atferli, hópar, persónuleikakenningar, persónuleikapróf
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Atferli, hugsanir og viðhorf skoðuð í félagslegu samhengi. Áhersla er lögð á virkni nemenda, t.d. að þeir geri viðhorfakönnun, tilraun á staðalmyndum, hjálpsemi, hlýðni eða þvíumlíku; æfi samskipti, greiningu á og beitingu líkamstjáningar. Mismunandi persónuleikakenningar eru skoðaðar og tilraun gerð til að búa til nothæft persónuleikapróf. Álitamál og staðreyndir varðandi greind, vitsmunaþroska og greindarmælingar kynntar.
    SALF2IS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • persónuleikahugtakinu og helstu mótunaráhrifum á persónuleika fólks
    • mismunandi nálgun sálfræðinnar á persónuleika og hegðun fólks í samskiptum við umhverfi sitt og annað fólk
    • völdum hugtökum og kenningum innan félags- og persónuleikasálfræðinnar
    • framlagi félags- og persónuleikasálfræðinnar innan sálfræðinnar
    • réttmæti og áreiðanleika persónuleikaprófa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sérhæfðri færni með því að beita almennum og sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum félagssálfræðinnar
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilega texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    • meta aðferðafræðilega vankanta á rannsóknum í félagssálfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
    • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
    • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
    • geta tekið þátt í rökræðum um málefni sem tengjast félags- og persónuleikasálfræði
    • geta gert minniháttar rannsókn í félagssálfræði
    Þekking er metin með prófum, einstaklings- og hópverkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningu eigin texta og skilningi á lesnum texta. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara. Áhersla er líka lögð á að nemandi geti tekið sjálfstæða, vel rökstudda afstöðu til álitamála varðandi félagssálfræði, greind eða persónuleika.