Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432121371.07

    Jákvæð sálfræði
    SÁLF3JS05
    38
    sálfræði
    Jákvæð sálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þekki helstu kenningar um farsæld og hamingju, vísindalegar rannsóknir í jákvæðri sálfræði og helstu íhlutanir sem þekktar eru. Nemendur lesa valdar greinar auk texta að eigin vali. Farið verður yfir helstu hugtök í jákvæðri sálfræði og kvikmyndir skoðaðar og skilgreindar. Nemendur fá þjálfun í markmiðasetningu og nýtingu á markþjálfun. Farið verður sérstaklega yfir tengsl styrkleika og sköpunar. Einnig verða skoðaðar íhlutanir og leiðir til að auka velferð á vinnustöðum, í skólum og í þjóðfélaginu. Í áfanganum er unnið með hugtök eins og hamingju, jákvæðar tilfinningar, gildi, styrkleika og jákvæð samskipti. Áhersla er á að byggja upp hagnýta og virka þekkingu á farsæld og góðum samskiptum.
    SALF2IS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skilgreiningu á hamingju og velferð
    • dyggðum og styrkleika
    • rannsóknum á því hvað einkennir góð samskipti og hvernig á að stuðla að þeim
    • þekkja niðurstöður um það hvað stuðlar að hamingju og góðu lífi
    • þekkja aðferðir til auka vellíðan og velfarnað á vinnustöðum og í skólum
    • átta sig á hvernig er hægt að nýta markþjálfun sem verkfæri
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta skilgreint hamingju og velferð
    • greina styrkleika hjá einstaklingum og hópum
    • velja og meta hvaða inngrip henta til að bæta vellíðan og velferð
    • vita um aðferðir til að bæta samskipti
    • gera grein fyrir rannsóknarniðurstöðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í jákvæðri sálfræði við daglegt líf og umhverfi
    • mynda sér skoðun um ýmis álitamál sem koma upp varðandi rannsóknir á hamingju
    • tjá sig um og miðla til annarra upplýsingum sem varða jákvæða sálfræði
    • útskýra og svara spurningum um blómstrun og hamingju
    • geta gert minni háttar rannsókn byggða á rannsóknarhefð jákvæðrar sálfræði
    Þekking er metin með prófum, einstaklings- og hópverkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningu eigin texta og skilningi á lesnum texta. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara ásamt hæfni til að gera rannsókn og skrifa rannsóknarskýrslu.