Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432121837.97

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    40
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Kynning á helstu kenningum, kenningasmiðum, viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar eins og hlut umhverfis, erfða og alhliða þroska frá frjóvgun fram á fullorðinsár. Farið er í sögulegan bakgrunn þroskasálfræðinnar og kafað ofan í mismunandi þætti og álitamál. Nemendur fá innsýn í megineinkenni vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinningaþroska og líkamsþroska.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum, kenningum, kenningasmiðum, viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar
    • þroska manneskjunnar frá frjóvgun fram á fullorðinsár
    • hugmyndum sem hafa haft mest áhrif á framvindu þroskasálfræðinnar
    • mikilvægi fjölskyldunnar sem mótunaraðila einstaklingsins
    • mikilvægi líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barna
    • frávikum frá þroska m.t.t. barnageðraskana og vægari raskana barna og unglinga
    • þekkja sögulegan bakgrunn þroskasálfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum þroskasálfræðinnar skýrt og skilmerkilega
    • geta tengt kenningar í þroskasálfræði við eigin líf og umhverfi
    • geta aflað sér viðeigandi upplýsinga um efni tengt þroskasálfræði í bókum, tímaritum á netinu og í rannsóknum og setja í fræðilegt samhengi
    • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    • geta greint merki um andlega vanlíðan hjá börnum og ungmennum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla skoðunum sínum um mótun mannsins og þroska í samræðu og rökræðum um málefni sem tengjast þroskasálfræðinni
    • kunna að bregðast við uppbyggilegri gagnrýni og meta eigin verkefni og annarra á faglegan og gagnrýninn hátt
    • geta áttað sig á því að hvaða leyti hugsun og þroski barna er frábrugðinn hugsun og þroska fullorðinna
    • vera meðvitaður um hvað megi bjóða börnum og hvaða kröfur sé hægt að gera til þeirra
    Þekking er metin með prófum, einstaklings- og hópverkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leikni er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, ritun eigin texta og skilningi á lesnum texta. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hæfni til að gera rannsókn og skrifa rannsóknarskýslu.