Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432222588.28

    Veiðar, vinnsla og fiskeldi í samfélaginu
    VEIÐ1VV05
    2
    Veiðar, vinnsla og fiskeldi
    Samfélag, grunnstofnanir, umhverfi, veiðar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Grunnþættir íslenskrar samfélagsgerðar. Áhrif veiða, vinnslu og fiskeldis í samfélaginu, sjálfbærni, umhverfi og orkunotkun. Meginhugtök við afkomumælingu fyrirtækja og starfsgreina. Hlutverk stofnana í stoðkerfi sjávarútvegs á Íslandi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökunum lýðræði, þingræði, stjórnmálum, kosningum og stjórnarskrá í ljósi íslensks samfélags.
    • Þrískiptingu valds og meginatriðum borgaralegra réttinda.
    • Löggjafarvaldi og lagasetning, framkvæmdavaldi, reglugerðum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.
    • Dómsvaldi og hlutverki dómstóla.
    • Opinberum fyrirmælum (lögum, reglugerðum) í starfsumhverfi og samfélagsumhverfi veiða, vinnslu og fiskeldis, hvernig þau verða til og er framfylgt.
    • Stjórnun fiskveiða og sögu þeirra. Efnahagslegum og félagslegum áhrif fiskveiðistjórnunar og kvótakerfis. Stjórnsýslu fiskveiða, vinnslu og fiskeldis, hlutverkum og starfsemi stofnana.
    • Hagsmunasamtökum í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
    • Fiskistofnum við Ísland, stærð, afla, nýtingu og verðmætum í nútíð og fortíð.
    • Framtíðarhorfum í fiskveiðum og fiskvinnslu, hérlendis, í Norðuratlantshafi og á heimsvísu.
    • Framtíðarhorfum í fiskeldi hérlendis, í samkeppnislöndum og á heimsvísu.
    • Heimsframleiðslu á fiskafurðum, horfum og hlutdeild Íslands. Mörkuðum fyrir íslenskar afurðir í fortíð, nútíð og framtíð.
    • Hugtakinu sjálfbærni og þýðingu þess fyrir nýtingu fiskistofna og vinnslu fiskafurða.
    • Ábyrgum fiskveiðum, stefnu og framkvæmd í umhverfismálum hafsins og nýtingar sjávarfangs við Ísland, í löndum Evrópusambandsins og á heimsvísu. Alþjóðastofnunum sem fjalla um fiskveiðar og fiskeldi.
    • Opinberri umhverfisstefnu og aðferðum við mat á árangri fyrirtækja í umhverfismálum.
    • Mengun og umhverfisáhrifum frá veiðum, vinnslu og fiskeldi. Aðferðum við að meta kostnað vegna úrgangs.
    • Orkunotkun almennt og hlutdeild veiða, vinnslu og fiskeldis. Orkunýting, orkukostnaður orkusparandi aðgerðir í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
    • Hlutverk stofnana í stoðkerfi sjávarútvegs á Íslandi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilgreina hlutverk stofnana samfélagsins varðandi ákvarðanir og úrskurði um fisveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi.
    • Nýta upplýsingatækni til öflunar gagna frá stjórnvöldum og stofnunum um veiðar, vinnslu og fiskeldi, vinna úr þeim og kynna niðurstöður og ályktanir.
    • Leggja mat á samfélagslega umræðu um áhrif fiskveiðistjórnunar á afkomu og þróun byggðarlaga og landshluta.
    • Leggja mat á umhverfismál fyrirtækja í nærumhverfi og gera grein fyrir skoðunum sínum í töluðu og rituðu máli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tengja lýðræðis- og mannréttindahugsjónir við hversdagslegan raunveruleika sinn í starfi, félags- og einkalífi með skilningi á eigin afstöðu til lýðræðis, gagnrýninnar hugsunar, umburðarlyndis, jafnréttis, mannréttinda ásamt virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra.
    • Gera sér grein fyrir takmörkuðum auðlindum jarðar og skynja mikilvægi eigin framlags í orði og verki til að stuðla að sjálfbærni.
    • Skilja tengsl stjórnmála annars vegar og atvinnulífis hins vegar varðandi ákvarðanir og framkvæmd mála í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
    • Gera sér grein fyrir mikilvægi markaða, samkeppni og verðmætasköpunar í veiðum vinnslu og fiskeldi.
    • Tengja nýtingu auðlindanna og vinnslu afurða við orkunýtingu og meðferð úrgangs.
    • Greina virðisauka sem góð nýting hráefna og gæði afurða hefur í för með sér.