Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432758822.61

    Ferðamálafræði - I
    FERÐ2AA05
    3
    ferðamálafræði
    Væntingar ferðamanna og góð þjónusta
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum verður fjallað um ferðamál á Íslandi og nemendur undirbúnir undir starfsnám í hinum ýmsu störfum innan ferðaþjónustunnar. Farið verður yfir sögu ferðaþjónustu á Íslandi, störf innan atvinnugreinarinnar skoðuð sem og menntun starfsfólks ferðaþjónustufyrirtækja. Skoðaðar verða mismunandi þarfir og væntingar ferðamanna eftir uppruna og menningu. Nemendur læra að þekkja styrkleika og veikleika sína og kynnast jafnframt áhrifaríkum leiðum til að auka færni sína og þjálfast betur í starfi. Lögð verður áhersla á samskipti í ferðaþjónustu, þjónustulund og að nemandi geri sér grein fyrir væntingum ferðamanna og hvað góð þjónusta felur í sér. Nemendur fá þjálfun í að setja sig í spor ferðamanna og setja sig inn í misjafnar aðstæður. Rætt verður um siðferði, framkomu, klæðaburð og almennar kurteisisvenjur.
    Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri til að geta valið þennan áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu ferðaþjónustu á Íslandi
    • helstu störfum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi
    • fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í ferðaþjónustu
    • mismunandi væntingum ferðamanna eftir uppruna og menningu
    • gildi fordómalausra og skýrra samskipta
    • mikilvægi góðra samskipta og þjónustulundar í greininni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með öðrum
    • vera kurteis og þjónustulundaður beita ólíkri nálgun í samskiptum við einstaklinga með mismunandi þarfir
    • útskýra hver helstu verkefni í ferðaþjónustu eru
    • lesa í og koma á móts við mismunandi skoðanir, væntingar og þarfir ferðamanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér fjölbreyttra gagna
    • nýta sér styrkleika sína
    • koma til móts við mismunandi væntingum ferðamanna eftir uppruna og menningu
    • geta brugðist við erfiðum aðstæðum sem upp koma í ferðaþjónustu
    • hafa jákvæð áhrif á framkomu fólks og sýna fram á gildi fordómalausra og skýrra samskipta.
    • eiga lausnarmiðuð samskipti við þá sem hann veitir þjónustu og við samstarfsaðila sína
    • vera þjónustulundaður, háttvís í framkomu og lausnarmiðaður
    Þekking er metin með prófum , verkefnum og fyrirlestrum Leikni er metin út frá þátttöku í kennslustundum , framkomu og málfari Hæfni er metin eftir samvinnu nemenda, skoðanaskiptum og verkefnum.