Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432803613.16

    Fjallamennska 3 - dalir og fjöll
    FJAL2DF12
    1
    fjallanám
    Dalir, fjöll
    Samþykkt af skóla
    2
    12
    Í áfanganum er farið ítarlegar í atriði varðandi skipulag og undirbúning ferða. Miðað er við að nemandi geti skipulagt nokkurra daga tjaldferð af öryggi í lokin. Klettaklifur er þjálfað betur og farið ítarlegar en áður í ýmis atriði því tengdu. Ýmis hugtök í náttúrufræði eru tekin fyrir og þau útskýrð og um þau er fjallað skipulega á vettvangi og í ferðum. Einnig er farið ítarlegar í þá þætti sem snerta umgengni við landið og viðkvæma náttúru og jarðmyndanir.
    FJAL1BT13
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppsetningu og skipulagi lengri ferða
    • búnaði sem þarf til fjallamennsku og tjaldferða í nokkurra daga ferðalag
    • hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
    • mikilvægi þess að ganga vel um landið
    • klettaklifri og mismunandi aðferðum sem þar er beitt
    • eigin styrkleikum og takmörkunum
    • mismunandi aðstæðum í óbyggðum og fjalllendi og viðbrögðum við þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér aðstæður í náttúrunni og meta veðurútlit
    • klifra léttar fjölspanna klettaklifurleiðir
    • meta eigin styrkleika og takmarkanir
    • undirbúa fjalla- og óbyggðaferðir
    • nýta sér þá mismunandi þætti sem þarf að hafa í huga við skipulag ferða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rata af öryggi um ókunnar slóðir
    • skipuleggja ferðir og greina þá þætti sem koma að skipulagningu
    • hagnýta sér það sem sjá má af veðurútliti
    • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi
    • geta stundað klettaklifur af öryggi
    • velja verkefni við hæfi
    • meta aðstæður á raunhæfan hátt
    • stunda fjallaferðir við mismunandi aðstæður
    • undirbúa, fara í, skrá og meta eigin ferðir
    Símat þar sem verkefni, frammistaða í ferðum og önnur viðfangsefni verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Leiðsagnarmat þar sem áhersla er lögð á að umsagnir og eftirfylgni í framhaldinu leiði nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.