Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432911171.08

    Kenningar og samfélag
    FÉLA2KS05
    57
    félagsfræði
    kenningar, samélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kenningar og samfélag er kafað dýpra í hluta þeirra grunneininga samfélagsins sem fjallað var um í áfanganum um Einstakling og samfélag. Fjallað er um helstu kenningar í félagsfræði, það er samvirkni-, átaka og samskiptakenningar. Nemendur kynnast helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og rannsóknum sem þeir hafa staðið fyrir. Kenningum er beitt til að skoða ólík félagsleg fyrirbæri svo sem samskipti, frávik og afbrot, félagslega lagskiptingu og kynhlutverk. Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á umhverfi sitt svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Í áfanganum er skilningur nemenda og þekking á lýðræði, mannréttindum, jafnræði og félagslegum ójöfnði dýpkaður. Skoðað er samspil umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags út frá áherslum um sjálfbærni.
    FÉLA1AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum hugtökum sem notuð eru í félagsfræði og skyldum greinum
    • hvernig hægt sé að nota kenningar til að lýsa og fást við margskonar félagsleg fyrirbæri
    • mikilvægum innviðum samfélagsins, hvað haldi samfélögum saman og hvað sundri þeim
    • félagsfræðilegu innsæi og hvernig ólíkir kraftar hafa áhrif á og breyta bæði stórum og smáum samfélögum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um ólíka þætti samfélagsins bæði munnlega og skriflega
    • beita aðferðum félagsfræðinnar við upplýsingaöflun og við greiningu og túlkun upplýsinganna
    • tjá sig munnlega og skriflega um samspil einstaklings og samfélags
    • beita gagnrýninni og skapandi hugsun á ólíka samfélagsþætti
    • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt hvort heldur í hópi eða sem einstaklingur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja hvernig hægt sé að nota ólíkar kenningar til að útskýra félagsleg fyrirbæri sem metið er með verkefnum og eða prófum
    • yfirfæra þekkingu sína á félagsleg sjónarhorn og félagslegt innsæi við túlkun og greiningu á félagslegum fyrirbærum sem metin eru með verkefnum og eða prófum.
    • bera saman hugtök og hugmyndafræði til að mynda sér sértækar, gagnrýnar skoðanir á helstu innviðum samfélagsins sem metið er með verkefnum og eða prófum
    • draga ályktanir um ólíkar samfélagsgerðir og geta borið þær saman við sína sem metið er með verkefnum og eða prófum
    Símatsáfangi með fjölbreytt námsmat í formi munnlegra og skriflegra verkefna. Verkefni og próf eru ýmist hóp- eða einstaklingsverkefni.