Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432914117.54

    Frumkvöðlafræði - Hugmynd í framkvæmd
    FRUM2HF05
    2
    frumkvöðlafræði
    frumkvöðlakeppni, hugmyndavinna, skapandi hugsun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Unnið er með hugtakið frumkvöðlafræði og hvað í því felst. Einnig er lögð inn grunnþekking í rekstri lítilla fyrirtækja. Áhersla áfangans er að vinna með hugmynd og koma henni í framkvæmd. Rík áhersla er á tengsl við nærsamfélagið.
    FRUM1NR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum í fyrirtækjarekstri
    • sambandinu milli framboðs, eftirspurnar og verðs og lögmálunum þar um
    • áhrifum einokunar á markaðsverð
    • skattakerfinu fyrir fyrirtækjarekstur
    • skuldabréfum og notkun þeirra sem fjármögnunarleið
    • tryggingum og öðrum rekstrarkostnaði fyrirtækja
    • aðalatriðum varðandi skattkerfið og fyrirtækjarekstur
    • framleiðsluferli vöru
    • hugtökum tengdum siðferði í viðskiptum
    • lánstrausti og sköpun þess
    • efnahagsreikningum fyrirtækja
    • viðskiptaáætlunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita fjármagns og að setja upp hugmyndir sínar til að laða að fjárfesta
    • notfæra sér sölutækni og helstu hugtök markaðsfræði.
    • finna út hagnaðarmörk
    • skilgreina sölueiningu og tengsl hennar við núllpunkt
    • sjá möguleika sem felast í hlutabréfum og aðalatriðum sem þeim tengjast
    • fylla út reikninga
    • fara eftir reglum um ráðningar starfsmanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stofna sitt eigið fyrirtæki og gera það vel
    • reka lítið fyrirtæki
    • koma auga á viðskiptatækifæri í heimabyggð og annars staðar
    • koma eigin hugmyndum í framkvæmd á árangursríkan hátt
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Verkefnavinna með áherslu á nærumhverfi nemenda.