Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433153024.94

    Íslenska
    ÍSLE3MM05
    115
    íslenska
    málfræði, máltilfinning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Viðfangsefni áfangans er tungumál séð frá ólíkum sjónarhólum. Fjallað er um málfar ólíkra hópa, t.d. unglinga og einnig er málfar skoðað eftir kyni, stétt og búsetu. Fjallað er um orðaforða í tölvuleikjum, íþróttum, tónlist og kvikmyndum skoðaður. Farið er í máltöku barna, tvítyngi, talgalla, málstol og táknmál. Nemendur læra að þekkja hljóðfræðitákn og kynnast helstu mállýskum. Farið verður í vandann við að þýða úr einu máli yfir annað. Fjallað er um íslenska málstefnu, málsnið, málnotkun í rit- og talmáli, æskilegt málfar og slangur. Textar af ýmsu tagi verða skoðaðir og einkenni þeirra greind. Dæmi um texta: málfar í tölvuleikjum, sms-skeyti, blogg, blaða- og fræðigreinar, skýrslur og ritgerðir. Nemendur vinna rannsóknarverkefni sem þeir kynna á mismunandi stigum. Áfanginn er próflaus.
    10 einingar af 3. þrepi í íslensku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi málfari og orðaforða ýmissa hópa
    • máltöku barna
    • hljóðtáknum og framburði
    • að orðaforði og málfar er breytilegt eftir málsniði
    • notkun hjálpargagna og vönduðum frágangi texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ólík málsnið
    • hlusta eftir mismunandi framburði, áherslum og blæbrigðum málsins
    • þýða erlenda texta
    • þekkja talgalla, málstol og nokkur tákn í táknmáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta mismunandi málsnið og orðaforða hópa
    • greina ýmis afbrigði í málfari og framburði
    • þekkja helstu stig í máltöku barna
    • nota viðurkennd vinnubrögð við úrvinnslu efnis
    • þýða úr erlendum málum á íslensku
    • Þekking er metin með stuttum prófum og verkefnum sem eru unnin í kennslustundum og heima. • Leikni er metin út frá vinnu við rannsóknarverkefni, valdi og skilningi nemandans á viðfangsefninu, málfari, tjáningu og frágangi verkefna. • Hæfni er metin með leiðsagnarmati. Skilningu rog yfirfærsla á efni áfangans, fjölbreytt notkun tungumálsins, verkefnavinna og samvinna nemenda eru lögð til grundvallar. Einnig er stuðst við jafningjamat.