Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433153931.41

    Sjónlistir frá upphafi til 17. aldar
    MYNS2SU05(FB)
    3
    MYNDLISTARSAGA
    Sjónlistir frá upphafi til 17. aldar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Viðfangsefni áfangans er saga myndlistar og byggingarlistar frá steinöld fram á 17. öld. Hellamálverk og höggmyndir á steinöld, list Mesópótamíu, Egyptalands og Eyjahafsmenning. List Forn-Grikkja og Rómverja, býsönsk list, rómanskur stíll, gotneskur stíll, frum- endurreisn, háendurreisn og manierismi. Hugtök og heiti í listasögu. Þróun myndlistar er skoðuð í samhengi við helstu viðburði mannkynssögunnar og ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíltímabilum listasögunnar
    • þróun listar í samhengi við helstu viðburði mannkynsögunnar
    • hugtökum og heitum í listum hvers tímabils
    • helstu listamönnum hvers tíma og mikilvægi þeirra með tilliti til þróunar myndlistar
    • þróun byggingarlistar í samhengi við list og tækni á hverjum tíma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tímasetja byggingar og listaverk
    • þekkja verk helstu listamanna hvers tímabils
    • greina inntak og merkingu listaverka fyrri alda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um helstu strauma og stefnur í sögu myndlistar og byggingarlistar bæði munnlega og skriflega
    • greina listaverk og byggingar fyrri alda út frá straumum og stefnum listasögunnar
    • beita helstu hugtökum greinarinnar í munnlegri og skriflegri umfjöllun um listir fyrri alda
    Fjölbreytt námsmat þar sem nemandi beitir ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.