Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433321978.03

    Byggingartækni - steypumannvirki
    BYGG2ST05
    1
    Byggingatækni
    Byggingartækni - steypumannvirki
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum læra nemendur: Grunnatriði við uppslátt á mannvirkjum, framkæmdir á og við uppsetningu forsteyptra eininga. Kynning á mismunandi möguleikum sem bjóðast í kerfismótum og uppröðun þeirra á byggingastað. Reglur og staðlar kynntir. Hæðamælingar á vinnustað og færsla áuppgefnum hæðakvóta milli svæða. . Kenndur er fræðilegur hluti byggingar steinsteyptra húsa. Kynnt er fyrir nemendum grundun húsa, afsetning, hæðar- og lengdarmælingar og ákvæði byggingareglugerðar þar sem fjallað er um ferlið frá hugmynd að fullbúnu húsi. Einnig vinna nemendur verkefni tengd áfanganum með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni. Efnisatriði/kjarnahugtök: Álag, eigið álag, ytra álag, burðarvirki, burðarþol, brunahólf, brunaþolsflokkun, daggarmark, eldvarnir, geislunarhindrandi klæðning, gufuflæði, hitaeinangrun, hljóðeinangrun, hlutfallslegur raki, jafnvægisraki, kólnunartala, loftþétting, mátmál, rakavarnarlag, rakaþétting, sjálfsogandi loftræsting, spennivídd, styrkleikaflokkar timburs, stærðarákvörðun, tveggja þrepa þétting, U-gildi, varmaleiðnitölur, vélræn loftræsting, vindþétting, málmklæðning, samlokuklæðning, steinklæðning, slétt plötuklæðning, stálklæðning, pólýesterklæðning, bárujárnsklæðning, álklæðning, flísaklæðning, burðarlektur, festingar, einangrun, vindþétting, loftun, álagstæring, klæðningaflötur, höggálag, galvanísk tæring, lakkhúð, fúgun, kuldabrú, þéttiefni, músanet, veðrunar- og seltuþol, snjóálag, rakasveiflur, hitasveiflur, frost-þíðusveiflur, slagregn, bruni, þensla í klæðningaefni, rispuþol, litheldni, frostþol, veðrunarþol, efnaþol, tæringarþol, brunaþol, gatfóðring.
    BYGG1HU05AB (?, ath)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingarreglugerð og skipulagslögum
    • mismunandi mótum
    • uppsetningu móta
    • framkvæmdum á vinnustað
    • hvernig á að færa til hæðakvóta á byggingastað
    • mun á steypugerðum sem notaðar eru
    • hvernig grundun, mælingu og byggingu steinsteyptra húsa er háttað
    • faglegri nálgun við úrvinnslu verkefna
    • grunnatriðum lengdar- og hæðarmælinga á byggingastað
    • algengustu mæliaðferðum og mælitækjum
    • mismunandi tegundum efna, véla og verkfæra
    • einangrun botnplötu og sökkulveggja
    • helstu einangrunarefnum sem notuð eru í húsgrunna
    • þjöppun fyllingarefna og einangrun veggja og plötu
    • muninum á hefðbundnum steypumótum og flekamótum
    • smíði hefðbundinna steypumóta fyrir einstaka byggingarhluta
    • öryggisráðstöfunum við smíði og niðurrif steypumóta
    • framleiðslu og niðurlögn steinsteypu
    • samsetningu og hörðnunarferli steinsteypu
    • algengum útfærslum á undirstöðum úr steini
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla verkfæri og tæki
    • meðhönla efni sem notuð eru
    • meðhöndla mót miðað við nottkunargildi þeirra
    • smíða og rífa niður steypumót fyrir byggingar og mannvirki
    • staðsetja byggingarlínur með hornaslám og mæla lengdir
    • afsetja hæðir á byggingarstað út frá föstum hæðarpunkti
    • finna réttan halla á lögnum eða plani
    • koma fyrir gluggum, hurðum og öðrum íhlutum í steypumót
    • vinna að verkefnum sjálfstætt og í hóp
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
    • leiðbeina kranastjóra við flutning á efni og tækjum
    • undirbúa steypumót fyrir niðurlögn steinsteypu
    • sinna aðhlynningu og eftirmeðhöndlun steinsteypu
    • smíða og setja upp verkpalla og fallvarnir
    • aðlaga sig að mismunandi vinnuumhverfi
    Mælt er með því að námsmat byggi á skriflegu prófi (u.þ.b. 60%) og minni verkefnum sem nemendur skila til kennara (40%) s.s. skýrslur eftir heimsóknir.