Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433322608.2

    Innréttingar
    INRE2HH08(FB)
    1
    Innréttingar
    Innréttingar
    Samþykkt af skóla
    2
    8
    FB
    Í áfanganum læra nemendur um smíði innréttinga og innihurða með áherslu á spónlagningu, yfirborðsmeðferð og vélavinnslu plötuefnis. Lögð er áhersla á grunnatriði spónlagningar eins og plötu- og spónlagningarefni, áhöld, tæki, spónskurð, mynstrun og spónlímingu. Teknar eru fyrir samsetningar á plötuefni, smíðisfestingar, smíðistengi og uppsetning á innréttingum. Gerð er grein fyrir iðnaðarframleiðslu á innréttingum og innihurðum og mikilvægi þess að staðla vinnuferli og gerð, stærð og lögun framleiðsluvöru. Kennslan er aðallega verkleg og byggist á spónlagningu og plötusmíði þar sem nemendur fá þjálfun í að smíða skápa og innihurðir. Áfanginn er sameiginlegur með húsasmiðum og húsgagnasmiðum. Efnisatriði/kjarnahugtök: Naglfastar innréttingar, eldhúsinnréttingar, fataskápar, viðarspónn, spónlagning, spónskurður, spónlíming, spónaplötur, krossviður, trétrefja eða MDF-plötur, harðplast, gler, skrúfur, hefti, smíðistengi, lamir, dílun, límfelling, fals og nót, skúffa, ganglisti, hillur, borðplata, ljósakappi, frágangslisti, nót og fjöður, töppun, flögusamsetning, hornasamsetning, geirpungssamsetning, rammasamsetning, yfirfelldar lamir, innfelldar lamir, utanáliggjandi lamir, plötusög, kantlímingarvél, spónsax, spónlímingarvél, spónlagningarpressa, slípivélar, lökkunarbúnaður, málningarbúnaður, lakk, málning, skapalón, vinnsluhraði, sökkull, skápabrautir, ÍST 22:1971 Eldhúsinnréttingar.
    TRÉS1VT08 Vél- og trésmíði. TRÉS1VÁ05 Viðar- og áhaldafræði. TRÉS1HV05 Trésmíði og handavinna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • smíði innréttinga
    • framleiðsluferli innréttinga
    • notkun efna til framleiðslu innréttinga
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði við framleiðslu innréttinga
    • efnum sem notuð eru til smíði innréttinga og innihurða
    • viðarspæni og plastefnum sem notuð eru til spónlagningar
    • plötuefni og límtré sem notað er í innréttingar og innihurðir
    • framleiðslu málaðra innréttinga úr MDF-plötum
    • notkun glers, málma og dúka í smíði innréttinga og innihurða
    • verkfærum og tækjum sem notuð eru í innréttinga- og innihurðasmíði
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði viðkomandi áhalda og véla
    • helstu samsetningaraðferðum á innréttingum og innihurðum
    • mismunandi lími og límhörðnunarkerfum fyrir spónlagningu
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði sem snertir lím og meðferð þess
    • mismunandi yfirborðsmeðferð á innréttingum og innihurðum
    • helstu aðferðum til að yfirborðsmeðhöndla spónlagt plötuefni
    • helstu aðferðum til að þurrka lakk og málningu á verkstæðum
    • helstu gerðum skáphurða
    • mismunandi gerðum innihurða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða, setja upp og meðhöndla innréttingar
    • slípa og yfirborðsmeðhöndla spónlagða hluti í höndum og vélum
    • staðsetja og taka úr fyrir lömum og skrám með tækjum og vélum
    • nota vélar og verkfæri til innréttingasmíða
    • smíða innréttingar og innihurðir og setja upp
    • smíða innréttingar og skápa ásamt sökklum úr plötuefni og límtré
    • smíða skáphurðir úr mismunandi efnum
    • smíða og setja upp skúffur og aðra fylgihluti í innréttingar og skápa
    • smíða spjaldahurðir
    • skera, klippa og líma saman spón með algengustu mynstrum
    • kantlíma og spónleggja plötuefni með þvingum og í spónlagningarpressu
    • meðhöndla skaðleg efni við framleiðslu innréttinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja framleiðsluferli
    • velja viðeigandi smíðisfestingar og fylgihluti
    • velja sérhæfðar trésmíðavélar til plötuvinnslu og spónlagningar
    • reikna vinnsluhraða m.m. á grundvelli upplýsinga um einstakar vélar
    • velja áhöld og rafmagnshandverkfæri til samsetninga og spónskurðar
    • velja skurðarverkfæri og skurðarhorn með hliðsjón af efni og verkefni
    • öðlast innsýn í uppbyggingu, notkun og fyrirbyggjandi viðhald vökva-, loft- og tölvustýrðra trésmíðavéla
    • velja viðeigandi efnissamsetningar og smíðisfestingar
    • velja límáburðartæki, þvingur og pressur fyrir kant- og spónlímingu
    • velja slípi- og lökkunarkerfi fyrir spónlagt plötuefni
    • velja slípi- og málningarkerfi fyrir innréttingar úr MDF-plötum
    • fara eftir öryggisreglum og nota öryggisbúnað við yfirborðsmeðferð
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
    Mælt er með því að námsmat byggi á verkefnavinnu u.þ.b.80% og einu eða fleiri skriflegum prófum u.þ.b. 20%.