Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433326223.83

    Lífeðlisfræði
    LÍFF2LF05
    54
    líffræði
    Líffæri og líffeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Fjallað verður meðal annars um fæðunám, meltingu, öndun, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutning, hreyfingu, æxlun, fósturþroska, skynjun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líffærakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik.
    LÍFF2FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnbyggingu og starfsemi mannslíkamans
    • helstu líffærum og líffærakerfum og samspili þeirra í viðhaldi á samvægi í líkamanum
    • heilbrigðri starfsemi en einnig algengustu frávikum
    • samanburði hliðstæðra kerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra byggingu og hlutverk helstu líffæri líkamans
    • tjá sig skriflega um líffærakerfið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á tengslum tveggja eða fleiri líffærakerfa
    • tjá sig í ræðu og riti um efni á sviði raungreina
    • gera sér grein fyrir uppbyggingu og starfsemi líkamans
    Fer fram að hluta til með verklegum æfingum, verkefnavinnu og prófum. Einnig er lagt mat á virkni í náminu.