Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433341536.13

    Verkefnaáfangi í verk- og listgreinum
    VERK2FR05
    1
    Verkefna- og rannsóknarvinna
    listgrein, verkgrein
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæða vinnu nemandans undir handleiðslu kennara eða leiðbeinanda. Nemandinn vinnur eitt eða fleiri viðamikil verkefni sem sýnd eru opinberlega eða útlistuð á þann hátt sem best hentar verkefninu í annarlok.
    10 einingar í verk- eða listgrein
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum helstu hliðum greinarinnar og viðeigandi vinnubrögðum
    • mismunandi framsetningu og frágangi
    • ferlinu frá hugmynd til fullkáraðs verkefnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að vinna sjálfstætt að undirbúningi og útfærslu eigin verkefna
    • gera vinnuáætlun og vinna samkvæmt henni
    • vinna af öryggi með algengustu efni og áhöld
    • kynna vinnu sína og tjá sig um hana á opinberum vettvangi
    • ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verk samnemenda sinna
    • umgangast gögn og upplýsingar af virðingu og nota heimildir á viðurkenndan hátt
    • vinna með öðrum, þar á meðal að deila vinnuaðstöðu
    • umgangast búnað og tæki á viðurkenndan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð
    • þróa hugmyndir sínar á meðvitaðan hátt, fjalla um þær og framkvæma þær
    • móta og þróa eigin stíl og þekkja möguleika sína og einnig takmörk
    • meta gagnrýni og taka leiðbeiningum á yfirvegaðan og hlutlægan hátt
    • meta verkefni sitt í samhengi við nærumhverfið og áhrifavalda í því
    Leiðsagnarmat og sjálfsmat. Ferilmappa. Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, jafningjamat og leiðsögn. Nemendur skoða, skilgreina og gagnrýna verkefni hver annars og einnig sín eigin. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur vinna að einu eða fleiri verkefnum og sýna þau eða útlista í lok annar.