Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433413890.72

    Lífeðlisfræði mannsins, fyrri hluti
    LÍOL2FH04
    9
    líffæra og lífeðlisfræði
    Fyrri hluti
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum eru tekin fyrir nokkur líffærakerfi mannsins og grunnlífeðlisfræði þeirra s.s. meltingar-, hringrásar-, ónæmis-, loftskipta- og þveitiskerfi. Fjallað um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik (orsakir þeirra og afleiðingar).
    LÍFF1FR06 (LÍF1B06), LÍFF2FL06 (LÍF2A06)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu vefjagerðum
    • byggingu húðar og þátt í hitatemprun
    • uppbyggingu meltingarvegar
    • sundrun fæðunnar, efnasamsetningu meltingarsafa og upptöku meltrar fæðu
    • mataræði, hlutverki vítamína, stein- og snefilefna
    • bygging og starfsemi hringrásarkerfi mannsins
    • blóði, samsetningu þess og hlutverki
    • helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma
    • ónæmiskerfi mannsins
    • vessabundnu og frumubundnu ónæmi
    • ABO og Rh blóðflokkakerfum
    • þveiti og vökvastjórn mannslíkamans
    • starfsemi spendýranýrnungs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum námsefnisins
    • geta fjallað um heilbrigða starfsemi líffærakerfa
    • tengja í heild starfsemi líffærakerfa
    • geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
    • skoða frumur og vefi með ljóssmásjá
    • beita réttum vinnureglum við krufningar og fleiri verklegar æfingar
    • vinna skýrslur úr verklegu efni
    • nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
    • vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námefninu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu
    • taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
    • beita vísindalegum vinnubrögðum innan sem utan kennslustofunnar
    • takast á við frekara nám í náttúru- og/eða heilbrigðisgreinum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Kaflapróf; meðaltal prófa á önninni (50%); skilyrði til þess að ná áfanganum er lágmark 4,5 úr meðaltali prófa. Ýmis einstaklingsverkefni, skýrslur úr verklegum æfingum, niðurstöður úr hópverkefnum (40%); skilyrði til þess að ná áfanganum er lágmark 4,5 úr meðaltali allra verkefna. Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum (10%).