Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433427188.56

    Stjórnmálafræði
    FÉLA3ST05
    46
    félagsfræði
    stjórnmálafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Framhaldsáfangi í félagsfræði en grunnáfangi í stjórnmálafræði þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á stjórnmálafræði sem fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að þeir öðlist færni í að beita hugtökum og helstu kenningum greinarinnar. Lögð er áhersla á að nemendur verði hæfari þátttakendur í lýðsræðisþjóðfélagi og geti lagt gagnrýnið mat á átakaefni í íslenskum stjórnmálum og rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum. Jafnframt er mikilvægt að nemendur hafi skilning á íslenska stjórnkerfinu og helstu hugmyndafræðistraumum
    FÉLA2ES05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: þjóðernisstefna, stjórnkerfi, vald, fullveldi, mannréttindi og lýðræði
    • helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna
    • framsetningu texta og fræðilegum vinnubrögðum
    • helstu hugmyndafræðistraumum íslenska stjórnkerfisins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun í almennri umræðu
    • setja fram texta á fræðilegan hátt
    • greina íslenska stjórnkerfið og helstu einkenni þess
    • skilgreina ólík hugtök og nálganir í stjórnmálafræði
    • skýra hvernig hægt er að beita ólíkum kenningum í stjórnmálafræði
    • skýra hvernig beita má ólíkum hugmyndafræðistraumum í stjórnmálafræði til að auka skilning og víðsýni í þjóðfélagslegri umræðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja helstu aðferðir greinarinnar og nýta sér kenningar hennar í leik og starfi
    • beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri og í almennri umræðu
    • skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar
    Hlutapróf, lokapróf, kynningar, paravinna, heimaverkefni, tímaverkefni, ritgerð, umræður, jafningjamat og sjálfsmat