Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433430874.52

    Þemavinna og tómstundanám
    ÞEMA1ÞT05
    4
    Þemavinna
    tómstundanám, Þemavinna
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Opnir dagar og vísindadagar (þemavinna) eru skipulagðir innan skólans sem sjálfstæð og einingabær vinna. Á þeim tíma leggst hefðbundin kennsla niður og nemendur vinna í hópum við valin viðfangsefni í þrjá daga (20 klst). Viðfangsefnin ákveða nemendur og kennarar í samráði með góðum fyrirvara og undirbúningur og skipulag hefst strax við upphaf annar. Markmiðið með þemavinnunni er að nemendur kynnist því hvað til þarf svo hægt sé að undirbúa og framkvæma vel heppnaðan viðburð, t.d. halda námskeið, standa fyrir árshátíð eða svara á vísindalegan hátt áleitnum spurningum, jafnvel úr daglegu lífi og umhverfi og koma niðurstöðum á framfæri við almenning. Tómstundanám er samtvinnað nemendafélagi skólans og er markmiðið að efla félagslífið og virkja fleiri nemendur við skipulagningu viðburða. Nemandi velur sér áhugasvið / klúbb til að starfa með á önninni. Klúbbsfélagar koma sér saman um minnst einn reglulegan fundartíma í viku þar sem skráð er fundargerð. Grundvallarmarkmið hvers klúbbs er að halda minnst einn viðburð eða skila einni afurð á önn. Einstakir viðburðir eða röð viðburða skulu tímasettir og auglýstir innan skólans. Til þess að ljúka áfanganum þarf nemandi að hafa á fullnægjandi hátt tekið þátt í þemavinnu og tómstundastarfi alls fimm sinnum. Í vísindadögum, opnum dögum og tómstundanámi a.m.k. einu sinni hverju og svo getur hann valið hvern eða hverja hann endurtekur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi undirbúnings og þátttöku til að ná árangri sem einstaklingur
    • óhefðbundnu skólastarfi og margvíslegum tækifærum sem því fylgja til náms og þroska
    • mikilvægi vinnu, skipulags og útsjónarsemi til að hópverkefni heppnist vel
    • lýðræðislegum vinnubrögðum í félagsstarfi
    • nauðsyn þess að tjá skoðanir sínar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með öðrum að settu markmiði
    • skipuleggja tíma sinn
    • koma fram af einlægni
    • sýna virkni og axla ábyrgð
    • koma fram og tjá sig
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka ábyrgð á eigin vali
    • hafa áhrif á þróunar- og undirbúningsstarf
    • meta hvað eru vönduð og viðurkennd vinnubrögð út frá viðfangsefninu
    • sýna tillitssemi, hlusta á ólík sjónarmið og komast að niðurstöðu
    • sýna framkomu sem hæfir við mismunandi aðstæður
    • taka virkan þátt í og hafa áhrif á félagslíf skólans
    Vinnuframlag og virk þátttaka nemandans er metin. Einnig er tekið mið af árangri hópsins í heild. Námsmat byggir á mælanlegri afurð og/eða virkni, t.d. að undirbúa og halda árshátíð eða aðra viðburði, undirbúa og setja upp myndsýningu, taka kvikmynd og sýna, undirbúa námskeið/þátttaka í námskeiði, undirbúa vettvangsrannsókn, taka viðtöl, vinna kynningarefni og standa fyrir kynningu o. s. frv.