Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433513293.34

    Rannsókn
    LÍFF3SV05
    49
    líffræði
    Sjálfstæð vinnubrögð
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að efla sjálfstæði í vinnubrögðum og skilning á mikilvægi rannsókna í lífvísindum. Kynntir verða gagnabankar fyrir heimildaleit. Jafnframt verður gerð grein fyrir þróun og vexti lífvísinda á síðustu öld, frá þeim tíma þar sem allir voru annaðhvort grasafræðingar eða dýrafræðingar til vorra daga þar sem gríðarleg þekking hefur safnast, t.d. um starfsemi heilans, virkni einstakra svæða eða boðefna og sameindagrunn lífsins, starfsemi frumna eða tjáningu gena. Fyrirkomulag kennslunnar verður í meginatriðum aðstoð kennarans við nemanda að leita svara við rannsóknarspurningu. Lokaafurðin er annaðhvort ítarleg heimildaritgerð eða skýrsla byggð á tilraunaverkefni.
    Líffræði á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu lífvísinda og þróun aðferðafræði.
    • vísindalegri aðferð við tilraunir og rannsóknir.
    • skrifum rannsóknargreina, meðferð heimilda og vísunum í þær.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og skapandi hugsun í uppsetningu tilraunar eða rannsóknar.
    • skrifa upp heimildir og tvinna niðurstöður úr rannsóknargreinum við eigin hugmyndir og tilgátur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra þætti í sögu lífvísinda og aðferðafræði á skriflegu prófi.
    • setja upp og framkvæma eigin tilraun eða rannsóknarhugmynd sem metið er með rannsóknarskýrslu eða heimildaritgerð.
    Gert er ráð fyrir að hafa innlegg kennara vikulega sem endar á einu skriflegu prófi. Meginhluti einkunnar kemur úr mati á skýrlu yfir framkvæmd sjálftæðrar tilraunar eða ítarlegri heimildaritgerð í tengslum við ákveðna rannsóknarspurningu.