Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433841750.8

    Inngangur að lögfræði
    LÖGF2SV04
    7
    lögfræði
    stjórnarfar, stjórnskipun, vinnumarkaður, viðskipti
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist lögfræði sem fræðigrein. Fjallað verður um lög og rétt, réttarreglur og réttarheimildir. Farið verður í samningagerð ásamt kröfum og skuldbindingum. Einnig verður fjallað um kaup og sölu, á vörum og þjónustu og að lokum verður farið í helstu réttindi og skyldur vinnumarkaðins. Reynt verður að tengja námsefnið við umræður líðandi stundar í þjóðfélaginu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum og réttindum á Íslandi
    • grunnþáttum í samningagerð
    • réttindum sínum og skyldum sem kaupandi og seljandi á vöru og þjónustu
    • réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra lög og réttindi
    • þekkja grunnþætti í samningagerð
    • vinna með helstu lög og reglur um réttindi og skyldur kaupanda og seljanda á vöru og þjónustu
    • þekkja og vinna með helstu lög og reglugerðir á vinnumarkaði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina frá grunnþáttum um lög og reglur á Íslandi
    • vitnað í helstu lög og reglur um réttindi og skyldur kaupanda og seljanda á vöru og þjónustu
    • gera sér grein fyrir réttindi sínum og skyldum á vinnumarkaði
    Námsmatið er þríþætt. Fjögur próf gilda 50%, fjögur skilaverkefni/hópa gildir 30% og verkefnavinna í kennslustund gildir 20%. Meðaleinkunn fyrir hvern og einn af þessum þremur þáttum þarf að vera minnst 4.5 til þess að standast áfangann. Nái einn af þáttunum þremur ekki 4.5, gildir sú einkunn sem lokaeinkunn áfangans.