Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434029161.34

    Frumkvöðlafræði
    FRUM1NR04
    8
    frumkvöðlafræði
    hugmyndafræði nýsköpunar, rekstur fyrirtækja, viðskiptaáætlun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á efla þekkingu og auka skiling nemenda á hvað er að vera frumkvöðull. Kynnt verður hvaða leiðir eru fyrir einstalinga sem hafa hug á að gerast frumkvöðlar. Nemendur munu kynna sér hvernig frumkvöðlar á svæðinu hafa tekist að koma sér á framfæri og kynna sína vöru og/eða þjónustu. Nemendur munu rýna í hvernig hugmyndir vakna og hvernig verða þær að veruleika. Nemendur munu koma með sýna eigin hugmynd af vöru og/eða þjónustu og vinna grunn af viðskiptaáætlun sem tengist því fyrirtæki.
    Uppýsingatækni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvað er frumkvöðull og hvað einnkennir góðan frumkvöðul
    • Hvernig hugmynd af fyrirtæki verður að framkvæmd
    • Hvað er markaðssetning og hvað er markaðsrannsókn
    • Kostnaðargreiningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útskýra hvað frumkvöðull er
    • Vinna að stofnun fyrirtækis
    • Vinna að markaðssetningu og markaðsrannsókn
    • Vinna að kostnaðargreinigu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tjá sig um frumkvöðla
    • Greina frá markaðssetningu og markaðsrannsóknum
    • Túlka kostanðargreiningu
    Lokaverkefni, hópa 50%, kennari áskilur sér þann rétt að meta vinnuframlag hvers og eins nemenda út frá vinnuframlagi í kennslustund. Verkefnavinna í kennslustund einstaklings/para 50%. Meðaleinkunn fyrir hvern og einn af þessum þremur þáttum þarf að vera minnst 4.5 til þess að standast áfangann. Nái einn af þáttunum þremur ekki 4.5, gildir sú einkunn sem lokaeinkunn áfangans.