Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434117973.68

    Módel 2 - Hlutföll og anatómía
    MÓDE2HA02
    1
    módelteikning
    anatómía, hlutföll, teikning
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Markmið áfangans er að auka færni nemenda í módelteikningu og dýpka skilning þeirra á þeim þáttum sem mestu skipta fyrir birtingarmynd mannslíkamans. Lögð er áhersla á anatómíu fyrir teiknara. Nemendur læra um helstu bein og vöðva sem móta mannslíkamann. Unnið er með mælingar, línu, skugga og rými. Ýmist eru teiknaðar styttri stöður eða lengri stúdíur þar sem áhersla er lögð á að koma líkamanum fyrir í umhverfi sínu með sannfærandi hætti. Markvisst er unnið með hreyfingu líkamans og þau áhrif sem hún hefur á teikninguna rannsökuð.
    MÓDE1TM03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægustu þáttum í anatómíu mannslíkamans, beina- vöðvabyggingu
    • mótun teikningar með tilliti til línu, forms og skyggingar
    • vægi mannslíkamans sem viðfangsefni í myndlist og hönnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna mannslíkamann eftir fyrirmynd á sannfærandi máta, bæði í löngum stöðum og styttri
    • staðsetja módelið í rými teikningarinnar
    • vinna af nákvæmni og teikna t.d. portrett, hönd eða fót
    • fanga hreyfingu líkamans í teikningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir beina- og vöðvabyggingu mannslíkamans með teikningu
    • gera grein fyrir áhrifum hreyfingar á ásýnd mannslíkamans
    • skapa persónulegt ,,andrúmsloft" í módelteikningu með markvissri notkun á rými, línu og skugga