Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434124551.72

    Margmiðlun 1 - Ljósmyndun
    MARG1LJ03
    3
    margmiðlun
    Ljósmyndun, stafræn og á filmu
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum læra nemendur að taka ljósmyndir, bæði á stafræna myndavél og filmuvél. Nemendur kynnast myndavélinni og tækninni sem liggur að baki ljósmyndinni. Nemendur vinna í myrkraherbergi við að framkalla filmur, stækka myndir og vinna með þær á ýmsan hátt. Nemendur læra að vista stafrænar myndir á skjalasniði sem hentar hverju verkefnsins. Nemendur kynnast helstu listamönnum og lykilverkum í sögu miðilsins og læra aðferðir til að ná fram ákveðnum áhrifum með myndatöku. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að aukinni tæknilegri þjálfun og krefjast hugmyndaflugs, frumleika og persónulegra vinnubragða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ljósmyndavélinni sem verkfæri, bæði stillanlegum stafrænum myndavélum og filmuvélum
    • áhrifum ljósmagns og lýsingartíma
    • hentugu skjalasniði fyrir stafrænar ljósmyndir
    • helstu ljósmyndurum og lykilverkum í sögu miðilsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja sjónarhorn og myndramma myndavélar í samræmi við verkefni
    • stilla myndavél í samræmi við tilgang myndatöku, aðstæður og lýsingu
    • skipuleggja verkefni sem krefjast hugarflugs og úrvinnslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stilla myndavél fyrir myndatöku
    • stjórna aðstæðum miðað við ákveðna tilfinningu eða yfirbragð sem ljósmynd er ætlað að skila
    • skapa frumleg verk með ljósmyndatækni sem byggja á þekkingu á lykilverkum og helstu listamönnum í sögu ljósmyndunar