Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434125637.08

    Margmiðlun 2 - Myndvinnsla
    MARG2MV04
    5
    margmiðlun
    grafísk uppsetning, myndvinnsla, vektorteikning
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Áfanginn skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta er unnið með myndvinnsluforrit. Nemendur kynnast lagskiptri myndvinnslu, lýsingar- og litaleiðréttingu og fjölbreyttum möguleikum sem tækjastikur forritanna bjóða upp á. Nemendur læra að ganga frá ljósmyndaverki í samræmi við tilefni. Í síðari hluta áfangans er unnið með hönnunarforrit. Nemendur glíma við uppsetningu mynda og texta og gera vefsíðu, bækling eða veggspjald og læra hvernig vista á skjöl miðað við tilefni. Í báðum hlutum áfangans kynnast nemendur helstu frjálsu hönnunar-, myndvinnslu- og vefforritum sem aðgengileg eru hverju sinni.
    MARG1LJ03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í stafrænni myndvinnslu, s.s. leiðréttingu á lit- og lýsingu, lagskiptingu og helstu verkfærum tækjastikunnar
    • grunnaðgerðum og helstu verkfærum í algengum vefsíðu- og hönnunarforritum
    • hvernig gengið er frá stafrænu efni
    • samspili myndar og texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með stafrænar myndir í myndvinnsluforritum
    • vinna með mynd og texta í hönnunarforritum
    • að setja myndefni og texta á vefsíðu
    • velja viðeigandi forrit til að setja fram verkefni sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt með margvísleg forrit við vinnslu og framsetningu á eigin hugmyndum og verkum
    • fullvinna verk með viðeigandi hætti til prentunar eða birtingar á skjá
    • fjalla á vitsmunalegan hátt um eigin verk og hugmyndir, sem og hugmyndir og verk annarra