Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434640714.46

    Lestur og menning
    DANS2ME05
    55
    danska
    Lestur og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að efla hjá nemandanum alla færniþætti tungumálsins, að efla sjálfsöryggi hans og tjáningu á eigin hugsunum, qð efla sjálfstæði hans og vinnubrögð og að byggja upp sérhæfðan orðaforða. Tal: Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í réttum framburði tungumálsins, í að tala tvö og tvö saman og að kynna verkefni sem búið er að vinna með, svara fyrirspurnum og færa rök fyrir máli sínu. Hlustun: Nemendur vinna með ýmiss konar hlustunarefni, sem tengjast m.a. danskri menningu, atvinnu og hreyfingu. Ritun: Nemendur vinna með ýmsar textagerðir hvort heldur sem um er að ræða skapandi skrif eða stýrð verkefni eins t.d. endursagnir, gagnrýni og frásagnir. Orðaforði: Nemendur vinna með sérhæfðan orðaforða í tengslum við námsefnið: jafnrétti, lýðræði, sköpun, velferð, hreyfingu, sjálfbærni, menntun og heilsu. Lestur: Nemendur lesa tvær skáldsögur, nokkrar smásögur og ýmiss konar rauntexta um málefni líðandi stundar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • málvenjum, uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
    • dönsku samfélagi og menningarlífi
    • völdum bókmenntatextum, fræðslu- og fréttagreinum og textum af neti
    • orðaforða og orðasamböndum sem tengjast námsefni
    • daglegu töluðu máli, einnig þegar um er að ræða nýtt efni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rökræða í ræðu og riti og beita gagnrýninni hugsun þar sem skoðanir hans koma fram á skýran hátt
    • nýta á markvissan hátt viðeigandi hjálpargögn til að efla eigin málfærni m.a. með því að nýta málfræðilegar upplýsingar
    • skilja og nota algeng stílbrögð í ritmáli
    • nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og draga ályktanir
    • flytja af nokkru öryggi verkefni fyrir kennara og nemendur í smærri hópum
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem rauntexta og fjalla um inntak þeirra bæði skriflega og munnlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    • styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta málfræðilegar upplýsingar
    • beita skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti
    • taka þátt í umræðum, færa rök fyrir máli sínu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    • tengja inntak bókmenntaverks saman við eigið líf, við önnur sambærileg verk og t.d. semja nýjan endi á bókmenntaverk
    Símat og leiðsagnarmat sem byggir á fjölbreyttu námsmati í tengslum við verkefnavinnu og þemavinnu, einnig jafningjamati, smærri prófum og könnunum. Matið tekur til allra færniþátta, þ.e. hlustunar, tals, ritunar og lesturs.