Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435584456.93

    Líkamsrækt og heilsuefling 2
    LÍKA1HH01
    3
    líkamsrækt
    Alhliða hreyfing og heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Áfanginn er verklegur og byggir á alhliða hreyfingu og heilsurækt með áherlsu á fjölbreyttar styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum og styrktartækjum. Samhliða því er unnið í liðleikanum. Fræðsla um forvarnargildi líkams- og heilsueflingar og hvatning til heilbrigðari lífshátta eru lykilþættir í áfanganum en einnig er leitast við að auka sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð hjá nemandanum. Lögð er áhersla á að nemandinn finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga.
    LÍKA1FR01 (LÍH1A01)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum og áhrifum styrktarþjálfunar á líkama og heilsu.
    • að regluleg styrktarþjálfun er grunnur að líkamshreysti.
    • mikilvægi upphitunar, styrktar og liðleikaþjálfunar.
    • æfingum sem bæta líkamsstöðu og hvernig beita á líkamanum rétt.
    • mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar.
    • að hraustur líkami eflir sjálfstraust.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í markvissri og fjölbreyttri styrktarþjálfun.
    • vinna að því að bæta úthald og hámarksstyrk sinn.
    • stunda æfingar og hreyfingu sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar.
    • beita samvinnu sem stuðlar að tillitssemi og hvatningu.
    • efla sjáfstraust sitt með því að stunda reglubundna og markvissa hreyfingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda líkamshreysti sem metið er með styrktar og liðleikaprófi.
    • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt sem metið er með skriflegum og verklegum æfingum.
    • skipuleggja og leysa af hendi verkefni sem snúa að eigin heilsurækt sem metið er með verkefnum.
    • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í almennri heilsurækt og góðri styrktar og liðleikaþjálfun sem metið er með markmiðssetningu, sjálfsprófi og dagbókarskrifum.
    Ástundun og virkni er undirstaða námsmats ásamt mati á framförum. Framfarir eru metnar með styrktarprófi í byrjun og lok annar ásamt því að nemendur fá æfingaáætlun sem þeir fylgja eftir utan kennslustunda. Nemendur halda dagbók þar sem þeir gera grein fyrir umfangi eigin þjálfunar yfir ákveðið tímabil. Leiðsagnarmat er markvisst notað.