Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435587322.7

    Nýöld og 20. öldin
    SAGA2NÖ05
    75
    saga
    Nýöld og 20. öldin
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þessi áfangi er beint framhald af SAG2A05. Haldið er áfram í tímaröð, þ.e frá nýöld og fram á 20.öld. Fjallað er um stóratburði, einstaklinga og samfélagsþróun. Stiklað er á stóru og leitast við að koma sem víðast við en efnistök afmarkast þó að mestu við vesturlönd.
    SAGA2FN05 (SAG2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr mannkynssögu frá miðri 18. öld fram á þá tuttugustu.
    • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar.
    • fjölbreytileika heimilda.
    • möguleikum í miðlun sögunnar.
    • viðurkenndum vinnubrögðum við notkun heimilda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta áreiðanleika og gildi ólíkra heimilda.
    • tjá sig um söguleg efni í ræðu og riti.
    • lesa, túlka og greina söguleg gögn, s.s. myndir, kort og texta.
    • vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af hóp.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna heimildaverkefni miðað við ströngustu kröfur um slíkt sem metið er með ritgerðum og verkefnum.
    • glöggva sig á atburðum sögunnar á forsendum þess tíma sem þeir eiga sér stað sem metið er með verkefnum og prófum.
    • leggja rökstutt mat á ólíkar heimildir sem metið er með ritgerðarvinnu og verkefnum.
    • vera stöðugt gagnrýninn sem metið er með verkefnum og prófum.
    • nota söguna til skilnings á nútímanum sem metið er með verkefnum og þátttöku í tímum.
    • átta sig á möguleikum sínum til að hafa áhrif á samtíma sinn sem metið er með verkefnum og þátttöku í tímum.
    Námsmat byggist á prófum, ritgerðum, verkefnavinnu, ástundun og virkni nemenda.