Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1436218514.83

    Verktækni grunnnáms C
    VGRT2GC03
    4
    Verktækni grunnnáms rafiðna
    Grunndeild C
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nemendur læra að beita rásahermiforritum til að teikna og prófa einfaldar rafeindarásir. Nemendur gera jafnframt allar mælingar í slíkum forritum, smíða rás, prentplötu og setja rásirnar saman. Síðan staðfesta þeir virkni rásarinnar.
    VGRT2GB03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Virkni rásahermiforrita.
    • Virkni helstu íhluta.
    • Hvernig kopar prentrása er.
    • Forritum til að teikna prentrásir.
    • Forritum sem teikna rafeindarásir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með og prófa rásir í rásahermum.
    • Snúa skematískum teikningum yfir á prent.
    • Mæla og prófa rásir bæði í rásahermi og raunrás.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Teikna rafeindarás í rásahermi.
    • Láta rásina virka í rásahermi.
    • Mæla spennur, strauma og viðnám í rásahermi.
    • Hanna prent út frá rásateikningu.
    • Smíða rás með etching aðferð.
    • Prófa og staðfesta virkni í raunrás.
    Að minnsta kosti 5 verkefni standi undir námsmati þar sem hvert hefur 5 – 25% vægi. Í hverjum þætti þarf að meta virkni rásar, frágang og vinnusemi nemandans.