Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1436522448.66

    Skynjun, túlkun, tjáning
    LIME2ST05(FB)
    11
    listir og menning
    Skynjun, tjáning, túlkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Nemendur öðlast skilning á skynjun mannsins og fjölbreyttum möguleikum hans til að tjá sig í listum. Farið verður í einstaka þætti sjónar og skynjunar, einkum þó þau atriði sem snúa að uppbyggingu málverka sem tæknilegra afreka. Skoðuð verða teiknifræðileg vandamál eins og fjarvídd, beinar línur og skálínur, vinklar og horn, bjögun og sérstaklega allar þær sjónblekkingar sem listamenn hafa beitt í gegnum aldirnar til að skapa dýpt á tvívíðum fleti. Farið verður í aðferðafræði við að skoða listaverk og þó einkum málverk. Þá er farið ítarlega yfir allar flokkanir sem tíðkast í listfræðilegum heimi til að greina listaverk eftir tegundum, formum og staðsetningu. Fjallað verður um landslagsmálverk, portrettmyndir, trúarlegar myndir, kyrralífsmyndir og könnuð verður táknfræði þekktustu listaverka sögunnar. Nemendur kynna sér stöðu listamanns í fjölbreyttum heimi, frá fornöld til okkar tíma. . Nemendur læra að greina listaverk eins ítarlega og hægt er. Farið verður í aðferðafræði myndbyggingar og uppbyggingu málverka, einkum þó frá miðöldum fram á lok nítjándu aldar. Lokamarkmið áfangans er að nemendur geti greint listaverk sem þeir hafa ekki séð áður eins nákvæmlega og þeir geta án þess að vita hvenær það var skapað né hver skapaði það.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað er listaverk,hvert var upphaf listsköpunar í heiminum og hvaða hvatir liggja á bak við listsköpun
    • hvað er ímyndunarafl, hvaðan kemur innblásturinn, hvað er hugmynd og hvernig breyta listamenn hugmyndum sínum í listaverk
    • hvað telst ekki til listaverka og af hverju
    • hvað einkennir listaverk og hvaða verk á að varðveita á söfnum
    • hvernig á að skilgreina list og listaverk
    • hvað er list í gegnum aldirnar, frá hellamálverkum til u.þ.b. 1900
    • hvernig stílgreinum við listaverk eftir útliti, formi, litafræði og uppbyggingu
    • hvernig myndgreinum við listaverk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • yfirfæra eigin þekkingu á verk sem hann hefur hvorki séð né greint tæknilega áður
    • temja sér smekk til að kunna að meta list í sinni bestu mynd
    • tjá sig bæði munnlega og skriflega um helstu listaverk sem prýða söfn á Íslandi og um allan heim
    • setja fram sjálfstæðar og frumlegar skoðanir sem taka mið af kennsluefni
    • geta svarað eftirfarandi spurningum: Hver er listhugmynd nemandans sjálfs? Hvað telst vera sjálfstæð skoðun?
    • gera myndgreiningu á einhverju íslensku málverki án þess að vita hver málað það eða hvar og hvenær
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvað þýðir að vera listamaður
    • skilgreina hvaða listaverk sem er
    • þróa eigin hugmyndir um listaverk bæði munnlega og skriflega og nota til þess þann hugtakaforða sem hann hefur lært
    • vera fær um að myndgreina, án utanaðkomandi aðstoðar, málverk fyrri alda bæði íslensk og erlend
    Kennari leggur mat á vinnubrögð nemandans með margvíslegum prófum, verkefnum og safnaheimsóknum.