Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1436522539.79

    Samtímalist í menningarsögulegu samhengi
    LIME3ME04(FB)
    3
    listir og menning
    Listir og menning samtímans
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    FB
    Nemandi skoði og skilgreini samhengi milli lista og menningar á líðandi stund; hann á að geta greint, borið saman og gagnrýnt hönnun, listviðburði og lífsstíl í samtímanum. Farið verður sérstaklega í hugmyndalist og skilgreiningu á hugtökunum list og listaverk.
    LIME1ST05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað er samtímalist með tilliti til sköpunar og aðferðafræði
    • hvað telst listaverk í samtímanum
    • hvernig á að skilgreina list og listaverk
    • gildi listar og listaverka sem ekki er metið fagurfræðilega heldur fremur eftir þeirri hugmynd sem liggur að baki þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gagnrýna list og listaverk
    • meta samtímalist
    • tjá sig bæði munnlega og skriflega um helstu samtímaverk
    • setja fram sjálfstæðar og frumlegar skoðanir sem taka mið af kennsluefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvað þýðir í dag að vera listamaður og geta spurt sig krefjandi spurninga um eðli listarinnar
    • þróa eigin hugmyndir um listir og listsköpun bæði munnlega og skriflega
    Kennari leggur mat á vinnubrögð nemandans með margvíslegum prófum, verkefnum og safnaheimsóknum.