Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439478127.64

    Knattspyrnusaga
    SAGA2KN05
    76
    saga
    Knattspyrnusaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögu og þróun knattspyrnunnar frá upphafi til dagsins í dag. Efnið er skoðað út frá mörgum hliðum. Deildarkeppnir, bikarkeppnir, heimsmeistaramót og álfumót beggja kynja koma við sögu. Auk þess er saga knattspyrnunnar tengd við sögu íþrótta og mannkynssöguna almennt. Áfanginn er samvinnuverkefni kennara og nemenda þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæði og virkni nemenda. Nemendur tileinka sér vinnubrögð sagnfræðinnar í gegnum verkefnavinnu. Við verkefnavinnuna er lögð áhersla á að nemendur geti nýtt sér þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér til að geta miðlað henni á frumlegan, fjölbreyttan og skapandi hátt í gegnum ólík miðlunarform. Sérstök áhersla er á að efla nemendur í samvinnu. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur taki ábyrgð á eigin námi og geti metið eigið framlag og annarra á uppbyggilegan hátt með fjölbreyttum matsaðferðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu knattspyrnu frá upphafi til dagsins í dag
    • helstu hugtökum og persónum sem koma við sögu
    • áhrifum mannkynssögunnar á þróun knattspyrnunnar
    • mismunandi sjónarhornum á sögu knattspyrnunnar, t.d. eftir löndum/landsvæðum og kynjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér fjölbreyttra heimilda um mismunandi viðfangsefni
    • skoða viðfangsefnið út frá mismunandi sjónarhornum
    • lesa og skilja fjölbreytta texta bæði á íslensku og erlendum tungumálum
    • nota heimildir á viðurkenndan hátt
    • miðla efni á fjölbreyttan og skapandi hátt
    • vinna jafnt sjálfstætt og með öðrum að verkefnum
    • meta eigið framlag og framlag annarra með fjölbreyttum aðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota viðkenndar aðferðir við að setja hugðarefni sín fram
    • miðla fróðleik á áhugaverðan og fjölbreyttan hátt
    • meta þróun knattspyrnunnar frá upphafi til dagsins í dag
    • skoða sögu knattspyrnunnar frá mörgum sjónarhornum
    • vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
    • meta vinnu sína og annarra á uppbyggilegan hátt
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.