Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439483696.98

    Menningarlæsi 1 - Fagurfræði
    MENL1FF02
    4
    menningarlæsi
    Fagurfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum kynnast nemendur fagurfræði og listaheimspeki, þeim greinum heimspekinnar sem fjalla um fegurðina og listirnar. Nemendur skoða listir og menningu fortíðar og samtíma í ljósi heimspekilegra kenninga um listir, læra hugtök og kynnast ólíkum hugmyndum um hvernig listgildi hluta er metið. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér gagnrýni og víðsýni í umfjöllun um menningu og listir. Nemendur þjálfast í að túlka huglægan texta og myndmál, greina og gagnrýna fræðilegar upplýsingar og setja í samhengi við verklega hluta námsins með það fyrir augum að geta tekið þátt í margbrotinni og frjórri umræðu og fært rök fyrir skoðunum sínum. Í tengslum við skrifleg verkefni fá nemendur leiðsögn um hvernig fræðimenn umgangast heimildir og alúð er lögð við að aðstoða þau við að skrifa góðan og læsilegan texta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kennimönnum heimspekinnar sem fjalla um fagurfræði og listheimspeki
    • mikilvægum hugtökum sem heimspekin beitir til að greina listir og menningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota algengustu hugtök og orðaforða fagurfræðinnar
    • túlka hugmyndir og menningarlegt umhverfi sitt og gera því skil í umræðum og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um listir og menningu á heimspekilegan hátt, munnlega jafnt sem skriflega
    • umgangast heimildir af ábyrgð og skrifa lipran og læsilegan texta