Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439565085.96

    Litafræði 2 – Merking og skynjun
    LITA2MS03
    2
    litafræði
    Merking, skynjun
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Markmið áfangans er að nemendur dýpki skilning sinn eiginleikum og virkni lita og fái þjálfun í lestri myndmáls. Nemendur kynnast sálfræði skynjunar, eðlis- og efnafræði ljóss og lita og læra aðferðir til að kalla fram tilfinningar, dýpt í rými og stemmningu með notkun ljóss og lita. Nemendur fá kynningu á því hvernig unnið er með liti á ólíkum vettvangi sjónlista. Áfanganum lýkur með sjálfstæðu verkefni. Lögð er áhersla á að nemendur geri grein fyrir verkum sínum og taki virkan þátt í umræðum hópsins.
    LITA1EV03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkri virkni lita í rými
    • táknrænni merkingu lita í myndmáli
    • eðlisfræði ljóss og lita
    • markvissri litanotkun í myndlist, hönnun, leikhúsi og kvikmyndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda og nota liti á meðvitaðan og persónulegan hátt, í tvívíðri vinnu og vinnu í rými
    • vinna með fjölbreytt litarefni í tengslum við fjölbreytt efni, ljós og rými
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota liti með markvissum hætti í myndbyggingu
    • kalla fram tilfinningar eða stemmningu með markvissri litanotkun
    • gera grein fyrir vinnuferli og taka afstöðu til persónulegrar litanotkunar sinnar og litanotkunar samnemenda sinna