Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439639891.06

    Frjálsíþróttir
    ÍÞRG3FÍ02(FB)
    35
    íþróttagrein
    Frjálsar íþróttir
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    FB
    Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði frjálsíþrótta. Lögð er áhersla á kennslu tækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu frjálsíþrótta. Efnisatriði: spretthlaup, langstökk, hástökk, þrístökk, grindahlaup, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sérhæfð þolþjálfun, keppnisreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda.
    Nemendur hafi lokið ÍÞRF2ÞB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • allri grunntækni í flestum greinum frjálsíþrótta
    • mismun á þjálfun barna, unglinga og fullorðinna í frjálsíþróttum
    • keppnisreglum í frjálsíþróttum
    • undirbúningi og skipulagi frjálsíþróttaæfinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að undirbúa og framkvæma frjálsíþróttaæfingar fyrir börn að 12 ára aldri
    • helstu tækniatriðum frjálsíþrótta og að kenna þessi atriði
    • dómgæslu í frjálsíþróttum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa þjálfun og gera tímaseðil fyrir frjálsíþróttaæfingu
    • skipuleggja þjálfun í frjálsíþróttum
    • dæma keppni hjá yngstu iðkendum
    Í áfanganum er skriflegt lokapróf og nemendur skila ýmsum verkefnum varðandi heimsóknir, æfingakennslu og tímaseðlagerð.