Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1440692825.36

    Förðun, framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    FÖRÐ3CA04(FB)
    1
    Förðun
    Förðun, framhaldsáfangi-sérhæfð förðun
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    FB
    Í áfanganum er farið í förðun fyrir svart/hvítar- og litljósmyndir, förðun frá mismunandi tímabilum, notkun lýtafarða og ýmsar sérhæfðar farðanir. Áhersla er lögð á skilning á mismunandi förðun þar sem sýna þarf hæfni í litavali og skyggingum andlitsins. Nemendur þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi undirfarða, farða og öðrum förðunarvörum og öðlast viðbótarþjálfun í verklegri förðun. Gerðar eru meiri kröfur um færni og sjálfstæðra vinnubragða. Tekin eru fyrir sérstök verkefni, t.d. farðað fyrir tískusýningar.
    FÖRÐ2BA03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig litir koma út í förðun fyrir svart/hvítar- og litljósmyndir
    • breytingum sem hafa verið í tísku og förðun frá fornu fari til nútímans
    • forsendur fyrir vali á förðunarvörum með tilliti til húðgerðar, litarháttar og andlitslögunar
    • hvernig lýtafarði er notaður
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • farða viðskiptavini fyrir ólík tilefni, t.d. brúðkaup, árshátíðir og myndatökur
    • velja liti fyrir viðskiptavini
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • geta farðað viðskiptavin í samræmi við andlits- og húðgreiningu
    • geta valið liti og förðun eftir því hvert tilefni er
    • geti gefið ráðleggingar um val á förðunarvörum
    Vinnueinkunn á önn og verklegt lokapróf • Krafa er um háttvísi í framkomu og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Vinnufæri nemandans er metin á önninni með leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi greinir andlit, velur efni til að vinna með, og farðar andlit á utanaðkomandi aðilum. • Verkleg færni er metin með sérhæfðum förðunum á önn, t.d. ljósmynda- og árshátíðarförðun • Þekking er metin með verklegu lokaprófi og verkefnum sem unnin eru heima.