Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446715080.59

    Ferðanáttúrufræði
    FENÁ1SS03(SS)
    1
    Ferðanáttúrufræði
    Jarðfræði, dýralíf, gróðurfar, örnefni
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    SS
    Nemendur fræðist um náttúru Íslands, lífríkið, náttúruöflin, áhrif mannsins. Fræðist um náttúru landshlutanna. Læri að njóta náttúru Íslands og að umgangast náttúruna. Geti kynnt náttúru Íslands fyrir ferðamönnum. Áhersla á verkefnavinnu. Nemendur þjálfist í að miðla þekkingu sinni til ferðamanna. Nemendur tileinki sér virðingu fyrir náttúrunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • jarðmyndunum á Reykjanesskaganum
    • örnefnum á svæðinu
    • dýralífi svæðisins
    • gróðurfari og jurtategundum svæðisins náttúruvernd
    • helstu ferðamannastöðum á svæðinu
    • jákvæðum og neikvæðum birtingarmyndum samskipta og tengsla mannsins við umhverfið á svæðinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að greina í sundur jarðmyndir
    • að nafngreina helstu plöntur á svæðinu
    • að nafngreina helstu fugla svæðisins
    • taka þátt í umræðum er varða umhverfismál í ferðaþjónustu svæðisins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • upplýsa ferðamenn um náttúru svæðisins
    • umgangast náttúruna af virðingu
    • taka virkan og upplýstan þátt í umræðum um umhverfismál svæðisins
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans og felst í skriflegum og munnlegum verkefnum svo og vettvangsferðum.