Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1449238011.83

    Lífsleikni
    LÍLE1ÖK03
    None
    Lífsleikni
    Ökunám
    í vinnslu
    1
    3
    ÖK
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera góður ökumaður. Nemendur fá leiðsögn og verkefni sem búa þá undir þátttöku í umferðinni, hvort heldur sem ökumenn eða vel upplýstir farþegar. Áhersla er á umferðarmerki og umferðarreglurnar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Umferðarreglum
    • Umferðarmerkjum
    • Hugtökum sem tengjast akstri og umferð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Fylgja þeim fyrirmælum sem umferðarmerki gefa til kynna hverju sinni
    • Fara eftir umferðarreglum
    • Nota hugtök sem tengjast akstri og umferð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í umferðinni, hvort heldur sem ökumaður eða vel upplýstur farþegi
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.