Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1450706101.29

    Fatahönnun
    FATA2HS05
    None
    fatahönnun
    Hönnun, saumur
    í vinnslu
    2
    5
    Í áfanganum vinna nemendur sjálfstætt að eigin hönnun, sniðum og saum. Kennari stendur hjá, aðstoðar og segir til. Nú ættu nemendur að geta unnið sjálfstætt með teikningu og verklýsingar heima.Nýjasta tíska í saumtækni er skoðuð og gerðar tilraunir. Í áfanganum er saumuð yfirhöfn eða kjóll.Vettvangsferðir og sýning á verkefnum nemenda eru hluti af áfanganum.
    FATA1SH05 og FATA2SH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnu við flóknari útfærslu grunnsniða
    • flóknari saumtækni
    • saum og fóðri
    • verklýsingum og flötum teikningum
    • tískuteikningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna við flóknari útfærslur og breytingar á þeim
    • sauma og fóðra
    • gera eigin vinnulýsingar
    • fara eftir vinnulýsingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt við flóknari snið og sniðútfærslur
    • sauma fóðraða yfirhöfn eða kjól
    • nota og gera vinnulýsingar
    • viðhafa vönduð vinnubrögð
    Mæting og virkni. Vinnulýsingar metnar. Þekking í sniðagerð prófuð. Heimapróf og hópverkefni. Mat á umfangi, frágangi og vinnubrögðum við saum á yfirhöfn. Mat á heimavinnu.