Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1450778701.19

    Efnafræði fyrir snyrtifræðinema
    ESNY2EF05(FB)
    3
    Efnisfræði snyrtivara
    Efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Frumefni, efnasambönd og efnablöndur, málmar, málmleysingjar, sameindaefni, jónaefni, heiti jónaefna og sameindaefna, rafdrægni, sterk og veik efnatengi, lausnir, þeytulausnir, leysni, leysnireglan, mólmassi, mól, mólstyrkur lausna, sýrur og basar, sýrustig, hraði efnahvarfa, ensím, helstu flokkar lífrænna efna og einkenni þeirra, IUPAC-nafnakerfið, efnafræði snyrtivara, varhugaverð efni í snyrtivörum.
    EFNA2GR03 (FB)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flokkun efna í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
    • skiptingu frumefna í málma og málmleysingja og mun á þeim
    • mun á sameindaefnum og jónaefnum
    • sterkum og veikum efnatengjum
    • lausnum og leysni, mólmassa, efnismagni og mólstyrk
    • sýrum, bösum og sýrustigi
    • hraða efnahvarfa
    • helstu flokkum lífrænna efna, einkennum þeirra og nöfnum
    • nokkrum efnum í snyrtivörum og virknisviði þeirra
    • varhugaverðum efnum í snyrtivörum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur, flokka frumefni sem málma og málmleysingja og gera grein fyrir mun á þeim
    • greina á milli sameindaefna og jónaefna
    • greina á milli óskautaðra og skautaðra samgildra tengja, jónatengja og málmtengja
    • átta sig á mismunandi lausnum og leysni efna, m.a. út frá skautun efna
    • reikna mólmassa, efnismagn og mólstyrk
    • skilgreina sýrur og basa og skilja pH-kvarðann
    • átta sig á hraða efnahvarfa og þeim þáttum sem þar hafa áhrif
    • flokka lífræn efni og gefa þeim nöfn
    • gera grein fyrir virkni nokkurra efna í snyrtivörum
    • gera einfaldar tilraunir og skrifa tilraunaskýrslur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á hvers konar efni eru í snyrtivörum
    • átta sig á varhugaverðum efnum sem finnast í snyrtivörum
    • átta sig á hvernig notkun efna tengist heilbrigði og velferð
    Verkefni, tilraunaskýrslur og próf, sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.