Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453281018.41

    Nýsköpun-verkfærni
    NÝSK3VE05(FB)
    8
    nýsköpun
    Verkfærni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum er lögð áhersla á að tvinna öfluga hugmynda og nýsköpunarvinnu saman við verklega útfærslu á eigin verkefnum á verkstæðum skólans. Nemendur vinna annars vegar á tréverkstæðum skólans og hins vegar á raftækniverkstæði eða e-lab verkstæði, þar sem er tækni og tækjakostur til að útbúa meðal annars rafrásir. Í áfanganum er þekking úr fyrri nýsköpunaráföngum dýpkuð og unnið áfram út frá nýsköpunar-og frumkvöðlahugsun. Nemendur vinna verkefni eftir ákveðnu ferli þar sem þarfir eru skilgreindar í upphafi, unnið að lausnum og stefnt að tiltekinni afurð. Áhersla er lögð á sjálfbæra nálgun við mótun verkefna. Ítarlegar og uppbyggilegar umræður eru um viðfangsefnin á öllum vinnslustigum. Nemendur kynna verkefni sín og rökstyðja með framsetningu sem við á hverju sinni og taka þátt í gagnrýnni umræðu um verk sín og annara. Í lok áfangans fer fram samantekt, greining og framsetning þar sem haldið er utan um alla vinnsluþætti verkefnisins.
    VGRT1GA05, TRÉS1HV08 og TRÉS1VÁ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu, aðferðum og hugtökum sem tengjast nýsköpun
    • helstu möguleikum raftækni og smíði til nýsköpunar
    • getað fjallað um nýsköpun á sviði raftækni og trésmíði á uppbyggilegan hátt
    • sjálfbærni í alþjóðlegu samhengi út frá hönnun, raftækni og trésmíði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja hugmyndir sínar með nánari útfærslu þeirra í raftækni og í tré
    • velja viðeigandi leiðir til að útfæra hugmyndir sínar hvað varðar tækni, verklag og skapandi aðferðir
    • sýna frumkvæði og nýta skapandi nálgun í mótun hugmynda sinna
    • tjá hugmyndir sínar á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt
    • nýta mismunandi leiðir til kynningar á verkefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og verkkunnáttu á sviði raftækni og trésmíði sem hann hefur tileinkað sér
    • gera sér grein fyrir og nýtt sjálfbærar áherslur í nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum sínum
    • geta þróað viðskiptahugmyndir í tengslum við afurð sína
    Námsmat fer fram með símati og leiðsagnarmati. Heildareinkunn verkefna gildir til lokaeinkunnar. Verkefni annarinnar eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla er lögð á uppbyggilegar umsagnir um verkefni sem eiga að gagnast nemendum til áframhaldandi þróunar á verkum sínum. Við einkunnagjöf er unnið út frá eftirfarandi þáttum: ● Þekking er metin út frá umræðu og kynningu á verklegum og skriflegum verkefnum. ● Leikni er metin út frá þáttum eins og verklagni, hugmyndavinnu, úrvinnslu og frágangi verkefna, sem og skapandi nálgun. ● Hæfni er metin út frá hugmynda-og vinnuferli verkefna, hvernig nemandinn nær að þróa og forma verkefnið og fylgja hugmynd sinni eftir. Metin er hæfni nemanda við að beita viðeigandi verkaðferðum, tækni og efnivið við úrlausn verkefna.